Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 63
61
fram fyrir skjöldu með skoðanir sínar og sinna skoð-
anabræðra- Og þó þeir fái ekki áheyrn í fyrsta sinn,
þá dugir ekki að heykjast, og ekki eru það foringja-
efni, sem láta hverja vindblöku verða sér að farar-
tálma..
Þið ungu félagar megið ekki líta svo á, að ég sé
ykkur andvígur, þó ég minnist þessa hér. Á ykkur
hvílir framtíðarvelgengni félagsins og álit og heiður
stéttarinnar í þjóðfélaginu. En það er vinur, sem til
vamms segir. Það sem mér væri einna ljúfast er
það, að stjórn félagsins yrði endurnýjuð hin næslu
árin, að inn kæmu ungir áhugamenn, er tækju hin-
um eldri fram um framsækni, hyggindi og dugnað.
En einu má síst gleyma, og því vil ég einkum
beina til hinna ungu manna, að ykkur ber að
setja markið hátt. Ekki einungis í kröfum ykkar á
hendur öðrum, heldur miklu fremur til ykkar sjálfra.
Við þurfum um fram alt að rækta vel og þroska eig-
in manngildi. Við eigum að vera þess minnugir, vel-
stjórarnir, að starfssvið okkar er að verða einn af
megin hornsteinum þjcðfélagsins, og okkur ber skylda
til, að láta þann stein ekki losna úr hleðslunni.
Besta vopnið í hinni hörðu lífsbaráttu er það, að
vera sér þess meðvitandi að hafa. verið trúr köllun
sinni. Besta undirstaðan í hverju máli er það, að hafa
góðan málstað. Ef við klífum brattann með þeim á-
setningi að efla sem mest gengi vélstjórastéttarinnar
í þjóðfélaginu, og það ber okkur vitanlega að gera
hér eftir sem hingað til, en gæta þó ávalt jafnréttis
annara stétta, þá — já, þá mun okkur vei famast.
H. J.