Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 65
63
inni á, að á þessum umræddu skipum er vélalið sam-
kvæmt gildandi lögum, og mynd,i því verða erfitt að
fá þar nokkru um þokað, sérstaklega þegar litid er
á það, að á undanförnum árum hefur all-mjög verið
gengið á rétt stéttarinnar í þessu efni; oftast nær
er enginn aðstoðarmaður í vél á þeim fiskiskipum,
sem hafa 700 hestafla vélar og þar yfir, en þar, á
að vera 3. vélstjóri samkvæmt gildandi lögum.
Einnig má félagsstjórnin minnast þess, hve mikl-
um erfiðleikum það var bundið, þegar e.s. Hekla
kom hér fyrst til landsins, að koroa þangað 3. vél-
stjóra með réttindum, eins og á að vera samkvæmt
gildandi lögum; tókst það ekki, nema með því, að
gefa all-mikið eftir í launuro, þó það hafi nú hafst
upp aftur að nokkru leyti.
Einnig má ge*-a þess, að umrætt skip hefur farið
eina ferð síðan með aðeins tvo vélstjóra til Miðjarð-
arhafslandanna, þrátt fyrir (hina. veiku) mótstöðu
Vélstjórafélagsins og þrátt fyrir gildandi lög nr. 34,
?. nóv. 1915 um atvinnu við siglingar á gufuskipum.
En 12. gr. þeii-ra laga kveður svo á:
»Á gufuskipi meö 700 hestafla vél og þar yíir skal
vera að roinsta kosti einn yfirvélstjóri og tveir undir-
vélstjórar« — og: »Ekkert íslenskt gufuskip má af-
greiða frá nokkurri höfn til siglinga innanlands eða
á milli landa, nema á því sé það vélgæslulið, sem
áskilið er í þessari grein«.
Þetta eru því ljós dæmi þess, að ilt myndi verða
að fá fjórða vélstjórann um borð í þetta skip og
Önnur, en þörfin hvað mest fyrir styttri vinnutíma
á þeim skipum, sem sigla til heitu landanna.