Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 67
65
íku á stríðsárunum og' eftir jmu, þá voru gengnar
þrískiptar vökur, og hefur aldrei heyrst, að álit yfir-
vélstjóra þar hafi að neinu. leyti minkað eða rýrn-
að við það; því síður myndi það verða álitshnekkir
fyrir yfirvdlstjórana nú á þessum breyttu tímum, sem
eru breyttir tímar til hagsbóta fyrir hinar vinnandi
stéttir og allan almenning. Og um leið þykir rétt að
vísa þeirri kenningu algerlega á bug, að það eigi að
hafa sérstakt álit á þeim mönnum, sem ekki þurfa að
vinna, af því að aðrir samverkamenn þeirra, sem
jafn mikið hafa til brunns að bera, hafa of langan
vinnutíma, en þó minni afrakstur.
Það munu vera þess dæmi í stétt vorri, að menn
hafa mist heilsuna að nokkru leyti fyrir of litla vinnu,
og annað því samfara, á sama tíma og aðrir hafa
orðið heilsulausir af of mikilli og erfiðri vinnu og
vondum aðbúnaði, og mætti vel finna þessum orðum
stað.
Ef að er gáð, eru þetta. mjög eðlilegar afleiðingai;
þess, að ungir menn og illa þroskaðir fara að stunda
erfitt smíðanám í þrjú og fjögur ár samfleytt, og
tveggja vetra skólanám með ýmsum erfiðleikum því
samfara, en fara svo að þessu loknu að vinna við
vélgæslu. Þar hafa. þeir 12 klukkustunda vinnudag,
og það oft í 35°—40° C. hita, og svo bætist þar við
slæm aðbúð, svo sem of heitar og lbftlitlar íbúðir.
Nei, slíka vinnu þolir ekki nema hraustasti hluti stétt-
arinnar; hinir verða fyr eða síðar herteknir af hin-
um hvíta dauða, ef ekki verður að gert. Og ég vil,
•spyrja: Er það þá þetta, sem hið umtalaða álit yfir-i
5