Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 69
67
er fcalaðium þáð í 48: !>r. Sjómannalag’anna, sem hér
var vísað til á undah, að yfirvélstjórinn beri ábyrgð
á' ivélgæslunni í heild sinni, en þar er auðvitað átt
við hina hagsmunalegu hlið vélgæslunnar, en ekki við
það, að hann beri ábyrgð á gerðum undjrvélstjóranna,
því hvernig gæti maður, sem sefur niðri í herbergi
sínu, börið ábyrgð á gerðum vélstjóra, sem á verði
er í vélrúminu? Þá er að minnast á veigamesta atrið-
ið 4 bréfum þessum, ef veigamest skyldi kalla, að
yfirvélstjórai’nir hafi svo miklum öðrum störfum að
gegna, sem sé, að halda véladagbók,’ semja mánaðar-
skýrslur og hafa með höndum annað bókhald. Þetta
myndi einhversstaðar þykja léleg afköst, sérstaklega
þegar það er borið saman við 12 stunda vinnu hinna.
vélstjóranna, en hitt er réttilega sagt, að einstaka
sirinum er um ýmsa smá viðgerðavinnu að ræða, svo
sem þvottaskálar, rafmagn, o. fl. á farþegaskipunum;
eh sjaldan fer þó langur tími í slíkar viðgerðir.
1 næstum þvi engu af bréfum þessum, er minnst
með einu orði á aðra aðalkröfu okkar undirvélstjóra.
kröfuna um vinnutíma í heimahöfn. Hafa yfirvél-
stjórarnir ekki minst á þetta atriði málsins, af því
að þeir hafa viljað iáta. það falla í gleymsku eða dá?
Eöa þykir þeim það svo sjálfsagt, að um það þurfi
ekki að eyða orðum? Þessu geta þeir úr stjórninni
svarað, en þeir eiga sinn skerf af bréfum þessum.
Þegar við undirvélstjórar hófum þessa málaleitun
okkar á síðastliðnu vori, þá leyfðum við okkur að
bera saman vinnutíma og vinnuskilyrði stýrimanna
og vélstjóra á umræddum skipum. En síðan hafa
skeð eftirtektarverðir atburðir, sem enn halda áfram
5*