Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 71
Bréf til fólagsstjórnarinnar
Háttvirta stjórn Vélstjórafélags íslands!
Ég hefi altaf búist við, að ég fengf tækifæri til að vera
á stjómarfundi og iáta þar i ljós óánægju mína og undr-
un vegna skjótra aðgerða stjómarinnar, er hún ákvað
þrískiptu vökurnar, sem byrjað var á í vetur í janúar-
inánuði. Ég hélt, að allir þeir, sem' skrifað höfðu um
inálið, liefðu verið heldur á móti þessu. Ég áleit þá, og
benti á það í )>réfi mínu, að mesti annmarkinn á þess-
ari breytingu væri sá, að með henni rýrðum við stöðu
1. vélstjóra á þeim skipum, sem hefðu aðeins 3 vél-
stjóra, og er það óneitanlega rétt athugað. það hefir
verið okkur metnaðarmál, að halda þessari stöðu uppi,
sem best við gætum, í samanburði við stöður annarra
yfirmanna í skipum. þó að við 1. vélstjórar ynnum áður,
þá fór sú starfsemi að öllu leyti eftir okkar eigin geð-
þótta, og engin bein skyldukvöð hvíldi á okkur í þvi
efni. En hér kemur nú vélstjórastéttin sjálf fram með
kröfur, sem að minu áliti gera stöðu 1. vélstjóra rýrari
í samanburði við stöðu skipstjórans, en hún var áður.
Nú er skipstjóri eini maðurinn á skipinu, sem engu er
liáður öðru en sínum eigin vilja. Ég segi fyrir mig, að
mig munar að vísu lítið um að ganga þessa vöku, þó
ánnanhvom sólarhring sé ég einn á vcrði, en engu að
siður finst mér ég vera búinn að taka á mig kvöð, án
þess að neinn okkar sé nokkru bættari fyrir. Áður var