Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 72
70
það venja mín að vinna við vindurnar á milli landa,
þegar gott var veður, og taldi ég það nauðsynjaverk,
þar sem enginn timi fæst til þess í höfnum; vindurnar
eru þar oftast notaðar nótt og dag. Auk þess vita allir,
að á fólksflutningaskipum verður 1. vélstjóri að sinna
allskonar kvabbi, og trúir enginn, sem ekki þekkir ti!,
hverju fundið er upp á að biðja hann um.
Ef tekin eru einhver skip til dæmis, svo sem Gullfoss
og GoðafosjS, .þá voru cinu sinni ó þessum tvei,mur skip-
um þrír vélstjórar og aðstoðannaður. þau geta flutt flest
fólk í rúinnm. Eu aí því leiðir aftur, að á þeim er mest
af tækjum og dóti, sem þarf að halda við. Fjórði maður-
inn var tekinn af þeim, þó ekki eftir ósk Vélstjórafélags-
ins, heldur vegna undanlátssemi þess. Síðan hefir mörgu
vprið bætt við í þessi skip, og alt þarf það eftirlits og við-
halds. Auk þess eru skipin farin að eldast, og er oft mikil
vinna við ljósaleiðslur og pípulagnir í þeim. Eg þarf
reyndar ekki að vera að telja þetta upp fyrir ykkur.
pið vélstjórarnir þekkið það allt af eigin reynslu, en öðru
máli gegnir um nefndina. Tveim af nefndarmönnum er
vist ekki kunnugt um aukastörf í fólksflutningaskipum;
þeir hafa aldrei á þeim starfað. þriðji nefndannáðurinn
hefir þekkingu til að bera, en virðist aftur allinjög skorta
víðsýni í þessum efnum. þvi eru það firn mikil, að stjórn-
in skvldi svo fljótt og svo skilyrðislaust láta kröfur
nefn.darinnar komast í framkvæmd. pá finst mér það
líka blátt ófram ranglátt hjá stjórninni, að elsta vél-
stjóra Eimskipafélagsins, sem starfar á mesta fólksflutn-
ingaskipinu, skvili vera skipað að „ganga vakt“, eftir afi
hann hefir starfað í 20 ár „vaktfrí" á sama skipi. Ég
held, að samsvarándi ráðstöfun þekkist vart í landi. par
myndi slík breyting i'yrst komast á, þegar staðan losn-
aði, og amiar maður tæki við. Mér hefði fundist sann-