Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Page 74
Lítil athugasemd
tJtaf bréfi því til félagsstjórnarinnar, sem birt er
hér að framan, og ýmsum ummælum, er komið hafa
fram í samtölum við mig að undanförnu, leyfi ég
mér að taka fram eftirfarandi:
Ákvörðun félagsstjórnarinnar um meðmæli með till.
undirvélstjóranna um þrísk. vöku o. s. frv. ber vitan-
lega ekki að skoða sem samning um breytta vinnu-
hætti í skipunum í neinni mynd, enda skorti stjórnina
heimild til þess að gera nokkuð í þá átt.
Eins og öllum má vera íjóst, er breyting vinnu-
hátta í vélarrúminu, er hefði í för með sér minkuð
afköst í einhverri mynd, samningsatriði við vinnu-
veitendur, en um það hafa engir nýir samningar
verið gerðir. Stjórnend.um félagsins og öðrum, er
reynslu. hafa og þekkingu á þessum málum, er það
fyllilega ljóst, að 12 stunda vinnudagur árum og ára-
tugum saman í vélarúmum smáskipa með lítilfjör-
legri loftræstingu, er bæði lýjandi og heilsuspillandi,
og óskir undirvélstjóranna um umbætur í því efni
réttmætar í fylsta máta. Okkur er hinsvegar öllum
ljóst, sem sátum stjórnarfundinn 31. des s. 1., nefnd-
armenn undirvélstjóranna ekki undanskildir, að krafa
á hendur atvinnurekendum urn aukinn mannafla á
verslunarskipunum er ekki framkvæmanleg, eins og