Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 78
76
á inniskemtanir, spil, dans og söng. En vélstjóraniir
eru færir í flestan sjó, og ekki eru konur þeirra
síðri. „Alt í lagi“, — mátti lesa á andlitum m'anna,
þrátt fyrir alt.
Um kl. hálf eitt var sest að snæðingi í „Valhöll“.
Þar er, sem kunnugt er, loftgótt og vítt til veggja.
Búnaður allur er frá því herrans ári 1930, en mjög
er þar tjaldað til einnar nætur, og ekki ætlar kross-
viðartískan í byggingarlistinni að standast vel hið
íslenska fjallaloftslag.
Á milli réttanna voru ræður haldnar, og ekki
skorti söng, er allir tóku þátt í. Þá gleymdust kon-
urnar ekki, því vélstjórar kunna sig vel í þeim
efnum. Voru þær m|jög brýndar til aukinnar þátt-
töku í félagsskap sínum. Tóku þær því vel og' létu
ekki sitt eftir liggja. Að loknum snæðingi var end-
að rr.'eð því að hrópa kröftuglega húrra fyrir vél-
stjórastéttinni. Voru nú allir mettir og í besta skapi.
Úti voru nú skúraskil, og gengu menn spöl, á
meðan borð voru upp tekin.
Síðan hófst dans, er stóð næstum óslitið með
miklu fjöri til kl. 7. Nokkrir tóku sér slag, og
aðrir röbbuðu saman sér til skemtunar.
1 Klukkan 7 var sest að kaffidrykkju, og hófust
þá ræðuhöld að nýju. Lá nú við, að dagskrármálin
blönduðust í ræður manna, en það ættu menn að
varast, þegar svona stendur á. Alt fékk það þó
góðan endi, og eining og samhugur ríkti, sem fyr,
enda óspart sungið samstiltumj hugum.
1 Þegar borðum var hrundið, hófst dansinn þeg-