Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Page 81
Ilögum' frá 1924 eru réttindi þeirra, sem lokið'hafa
profi víð væntanlegan mótorskóla í Reykjavík, eða
á námskeiðum hjá Fiskifélagi íslands, miðuð við
150 ha. hámark, en sé um gæslu stærri vélár að
ræða, er krafðist próf's frá Vélstjóraskólanum.
Frumvarp það, sem flutt var á þinginu, fer fram
á rýmkun réttinda þeírra manna, sem hafa nú eða
öðlast síðar réttindí til vélgæslu fyrir 150 hö upp ?
500 hö. ’ '
Var samþykt einróma á fundinum, að vinna á
móti því eftir megni, að nokkur rýmkun yrði gerð
á núgildandi lögum um mótorgæslu, nema því að-
eins að aukinnár mentunar yrði krafist.
Kosnir voru á fundinum til að vinna að málum
þéssum þeir G. J. Fossberg, Sigurjón Kristjánsson,
Þorsteinn Árnason og Ágúst Guðmundsson.
Samdægurs sátum við G. J. Fossberg fund með
sjávarútvegsnefnd neðri deildar, sem hafði fengið
frumvarpið til meðferðar, en í henni áttu sæti þing-
rhennirnir Jóhann Þ. Jósefsson, Páll Þorbjarnarson,
Fihnur Jónsson, Sigurður Kristjánsson og Bergur
Jonsson.
Ræddum við frumvarpið all ítarlega við nefndina,
sem virtist álíta, að nauðsynlegt væri að auka rétt-
indi mótorgæslumanna upp í alt að 300 hö. sökum
hinnar öru stækkunar á vélum í fiskiskipum. Að síð-
ustu tjáðum við þeim, að Vélstjórafélagið myndi
geta sætt sig við það, að réttindin, sem frumvarpið
fjallar um, yrðu aukin upp í 200 hö. með því skil-
yrði, að mótorgæslulögin yrðu endurskoðuð og þeim
breytt eftir kröfum nútímans á næsta þingi.