Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 83
81
ræðu með 8 atkv. geí>n 2 meó fyrnefndri breytingu.
Þótti okkur nefndarmönnum nú málum okkar all-
illa komið, en þar sem sýnilegt var, að í efri deild var
þetta orðið að kappsmáli jafnaðarmanna, en fram-
sóknarmenn í deildinni þeim fylgjandi, þá álitum við,
að ekki myndum við fá leiðréttingu málanna þar,
en yrðum að reyna, hvað hægt væri að gera, þegar
frumvarpið kæmi fram í neðri deild aftur.
Pann 6. desember er frumvarpið til 3. umræðu í
efri deild og þá samþykt með 8 atkv. gegn 1 og end-
ursent neðri cþeild, en þar er því aftur vísað til sjávar-
útvegsnefndar.
Þegar hér var komið málum, höfðum við mælst til
þess við öll vátryggingarfélög ba jarins, sem skip vá-
tryggja, að þau mótmæltu frumvarpinu bréflega, eins
og það lá fyrir, og sömuleiðis þá skólastjóra Vélstjóra-
skólans, herra M. E. Jessen, og skipaskoðunarstjóra
ríkisins, herra Ö. T. Sveinsson. Urðu allir þessir að-
iljar fúslega við tilmælum okkar. Voru öll þessi bréf
ásamt mótmælum frá Vélstjórafélaginu send sjávar-
útvegsnefnd neðri deildar þann 8 desember.
Næstu daga töluðum við nefndarmenn ásamt Júlí-
usi ölafssyni við alla þingmenn neðri deildar. Virtist
okkur þá fléstir þingmenn sjálfstæðisflokksins okkur
fylgjand.i, jafnaðarmenn allir á móti sem fyr, en
framsóknarmenn ýmist með eða mót, sumir þeirra
jafnvel okkar bestu stuðningsmenn. Einnig töluðum
við við sjávarútvegsnefnd deildarinnar, og virtist hún
fremur andvíg þeim breytingum, sem orðið höfðu á
frumvarpinu í efri deild.
Þann 15. des. kemur svo frumvarpið frá nefnd-
6