Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 85
83
ar. ]>egar litið er á það, að allir þessir menn hafa unnið
3 ár eða íneira í viðurkendum vélsmiðjum, þar sem við-
gerð og uppsetning mótorvéla hefir oft og einatt verið
aðal viðfangsefni, og auk þess lokið vélstjóraprófi með
æriium kostnaði, virðist öll sanngirni mæla með því, að
þeir njóti þeirra réttinda, er lögin um mótorgæslu mæla
fyrir um, þ. e. iög i'rá 4. júní 1924. þrátt fyrir þessar stað-
reyndir féllumst vér á, að framkomið frumvarp næði fram
að ganga þaimig, að réttindin væru miðuð við 250 hest-
öfl í stað 500, cins og farið er fram á í frumvarpinu.
í greinargerð flutningsmanna frumvarpsins er ótvírætt
gefið í skyn, að aukning hestafla á mótorskipum sé aðal-
icga úr 60—70 hestöflum upp i 130—150 hestöfl. Verður
því ekki betur séð, en að sú rýmkun, að miða réttindin
við 250 hestöfl í stað 150 liestai'la, sé svo rífleg, að nægi-
legt mætti teljast, jafnvel þó enn kunni að aukast kröfur
um hækkun hestafla í mótorskipum.
Líkrar skoðuuar munu liáttvirtir þingmenn neðri deild-
ar Alþingis hafa verið, þvi þannig breytt var frumvarpið
afgrcitt til efri deildar.
,]>að kom oss mjög á óvart, eftir að hafa haft tal af
sjávarútvegsnefnd e. d.,að nefndin lagði til, að frumvarpið
væri samþykt með þeirri breytingu, að í stað 250 hest-
afla kæmi 400 hestöfl. Greinargerð sú, er fylgir þessari
tillögu, er þannig úr garði gerð, að vér verðum mjög að
draga í efa, að háttvirt sjávarútvegsnefnd liafi leitað sér
upplýsinga hjá dómbærum mönnum á þessu sviði, og
benda atriði í ræðu háttv. framsögumanns nefndarinnar
eindregið i þessa átt. I greinargerð með breytingartillög-
unni segir meðal annars: „Oll meðfcrð stærri mótora er
sist vandameiri cn hinna minni. Að stækknn mótorvéla
sé oftast í því fólgin, að bulluhylkjunum sé fjölgað, svo
ekki þarf meiri kunnáttu til að meðhöndla mörg þeirra
6*