Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 89
87
scm prófi hafa lokið við skólann, því síst ver undirbúnir
í þeirri námsgrein en öðrum, sem þar eru kendar, enda
nmim þeir flestir eins fœrir um að taka að sér vélstjórn
við mótorvélar eins og gufuvélar eða aðrar vélar yfir-
leitt, og er nú þegar full reynsla fengin fyrir því, að
svo er, á þeim mótorskipum, sem héðan ganga með
meira en 200 hestöfi.
það er því að mínu áliti ckki rétt, að vöntun sé á
fœrum mönnum með fullum réttindum samkvæmt gild-
andi lögum um þetta cfni, til vélgæslu við mótorvélar,
þar sem allmargir af þeim mönnum, sem prófi hafa lokið
við skólann, eru nú atvinnulausir, enda alveg ámóti þeirri
stefnu, sem nú ryðm' sér til rúms, bæði héi á landi og í
nágrannalöndunum, um meiri kröfur til mentunar og
sérþekkingar þeirra manna, sem við vélgæslu eiga að
fást. yfirleitt.
Samkvæmt ofanrituðu virðist mér því, að ástæðulaust
sé að rýmka réttindi mótorgæslumanna yfir 250 hestöfl,
en tel hinsvegar rétt, að núgildandi lög um atvinnu við
vélgæslu á íslenskum mótorskipum verði endurskoðuð í
náinni framtíð.
Virðingarfylst
M. E. Jessen, skólastjóri
(sign.).
Til neðri deildar Alþingis, Reykjavík.
Reykjavík, 8. des. 1934.
Mér liafa borist fjölda margar beiðnir um það, að ég
léti álit mitt í ljós til hinnar hv. sjávarútvegsnefndar
neðri deildar Alþingis um frumvarp það til laga, sem nú
liggur fyiir hinu háa Alþingi um breytingu á lögum nr.
50, 4. júni 1924, um atvinnu við vélgæslu á íslenskum
mótorskipum.