Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 91
89
:«X)—500 hestöfl, ásaint öllum þeim öðrum aukavélum,
sem í skipinu eru, verði undantekningarlaust að hafa
stundað járnsmíði og hafa hæfilega þekkingu til að geta
framkvæmt og sagt fyrir um algengar viðgerðir á þeirn
vélum, sem í skipinu eru, því það er ekki víst, að altaf
sé hægt að ná til verkstæða í landi, ef eitthvað þarf að
gera við, enda vill það verða kostnaðarsamt fyrir eig-
endur skipa að láta framkvæma allar viðgerðir í landi.
Ég vænti, að hv. nefnd sé það nú ljóst, að mótorvél-
stjóri á 20 tonna bát, með 60 hestafla vél, getur ekki
tekið að sér starf, sem áður er lýst, svo vel fari, en frum-
varpið gerir ráð fyrir, að liann geti verið annar vélstjóri
á skipi með vél upp að 500 hestöflum; en á slíkum
manni hvílir mikil vinna og verkleg þekking; en hvar á
hann að hafa fengið hana annarsstaðar en á verkstæði?
En smíðanámsins hefir bara alls ekki verið krafist, og
um æfingn á mótorskipum með yfir 150 hestöfl er lítið,
þar sem hér eru aðeins tvö skip, sem um er að ræða, sem
hafa stærri vél.
Ég hefði óskað þess, að þetta frumvarp hefði ekki
komið fram nú, því vitanlegt er, að öll atvinnulöggjöfin,
livort heldur er um vélgæslu á gufuskipum eða mótor-
dkipum, er úrelt og þarf bráðrar endurskoðunar með,
og væri því ákjósanlegt, að öll vélstjórnarlöggjöfin væri
endurskoðuð og lögð fyrir næsta þing, og þetta frumvarp
yrði geymt til þess tíma.
Sjái hv. sjávarútvegsnefnd sér ekki fæi-t að leggja t;l,
að þessu máli verði frestað, en athugað betur og tekið
upp á næsta þingi, þá ber mér skylda til, eftir gaumgæfi-
lega að hafa hugsað þetta mál með hagsmum sjófarenda
og öryggi þeirra fyrir augum, að benda á það, að það er
lireinn og beinn háski fyrir sjófarendur, ef frumvarpið
verður samþvkt, eins og það var lagt fyrir þingið, en