Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 108
ÍOG
það að hann fékk þó enga tilsögn sér til þroska í
þeim efnum; hann þokaði sér sjálfur áfram, eftir
því sem efni stóðu til á hverjum tíma. 18 ára gam-
all fór hann fyrst til sjós, háseti (og hálfdrætting-
ur) á kútter Bergþóru, er þá var gerð út hér frá
Reykjavík. Eigi féll honum þó það starf. Árin 1909
—1910 starfaði hann við hvalveiðastöð Ellefsens á
Mjóafirði, en veturinn 1911 réðst hann kyndari á
g.s. „Frey“. Kom brátt í ljós, að svo virtist sem
þar hefði hann fyrst fundið sjálfan sig, að minsta
kósti að nokkru leyti, því brátt lagði hann sig mjög
eftir því, að kynna. sér vélaumbúnað skipsins og sótti
mjög eftir því að fá að taka virkan þátt í öllu
því er miðaði til endurbóta og viðhalds vélunum.
Gat hann sér svo góðan orðstír fyrir útsjón og hag-
leik, að honum var, fyrir atbeina Jakobs sáluga
Bjarnasonar, veittur réttur til vélgæslu sem öðrum
vélstjóra, þrátt fyrir það að hann hafði þó engan
skóla gengið á og enga tilsögn fengið fram yfir það,
sem1 hann aflaði sér við sín daglegu störf. Síðar
gekk hann í vélgæsludeild Stýrimannaskólans einn
vetur og lauk þar prófi, er veitti honum fullkomin
réttindi til vélgæslu. Það starf hafði hann svo á
hendi að svo m'iklu leyti sem heilsa hans leyfði, þar
til fyrir fjórum árum að heilsa hans þraut alveg, og
hann varð að leggjast á Vífilsstaðahælið.
Vélgæslu stundaði Bjami á allmörgum skipum
fiskiflotans og gat sér allsstaðar hinn besta orðstir,
bæði hjá yfirboðurum sínum og þeim, sem hann
átti yfir að segja, enda var hann samviskusamtir í