Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 113
1.11
sem fullkomnasta brenslu, veröur komið fyrir reykgrein-
ingstækjum meS linuritum á aSgengilegum stööum.
Aðalvélarnar eru fjórar, en í hverri aðalvélasamstæðu
eru fjórar túrbínur: h. þ., 2 m. þ. og 1. þ. túrbína meS
eimsvala. Þessar 4 vélasamstæöur eru í tveim sérstökum
vélarúmum og knýja fremri vélarnar ytri skrúfurnar, en
þær aftari innri skrúfurnar. Samtals framleiða vélam-
ar 200000 hestöfl. Skrúfurnar, sem eru 4, eru úr bronze.
Efniö, sem fór í hverja skrúfu, vó 55 smálestir, en full-
gerð vegur hver 35 smálestir, en það er 10 smálestum
meira, en hingað til hefir þekst. Iiálfan mánuð voru
þessi ferlíki að kólna eftir steypuna. Veitivatnsdælurn-
ar eru knúnar af gufutúrbínum, en allar aðrar hjálpar-
vélar meö raforku, og eru eingöngu til þess ætlaðar
fjórar 1300 kw. 220 volt rafvélar, túrbínuknúnar. Olíu-
forði skipsins er í hliðargeymum, sem taka 6300 smá-
lestir. Á 8 tímum má fylla geymana um 6 áfyllingar-
stöðvar, og er það gert með litlum mannafla og gjör-
samlega fermingu eða affermingu skipsins og farþegum
að bagalausu. Yfirleitt er sérstök áhersla lögð á fljóta
afgreiðslu i höfn. Það er t. d. fullyrt, að hægt verði að
skipta um farþega, endurnýja nauðsynjar skipsins og
leggj;i a^ sta® í nýja ferð 12 tímum eftir að skipið kom
í höfn.
Auk þeirra katla, er fyr er getið, eru 3 venjulegir
sívalningskatlar með 220 lbs. = 15,5 kg. þrýstingu. Frá
þessum kötlum er tekin gufa með lágum þrýstingi til
suðu og upphitunar, en með fyrnefndum þrýstingi og
yfirhitaðri gufu eru knúnar túrl)ínur, sem snúa 3 1300
kw. 220 volta rafvélum.
Þessi rafmagnsstöð framleiöir straum fyrir 30 þús.