Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 121
119
og einfaldari. Varahlutar veröa og á þann hátt ódýr-
ari en annars.
Það er einkum áberandi við þennan vélbúnað, hve
miklu rúmsparari hann er en venjulegar eimvélar. Og
að því er virðist, tekur hann fram í því efni venjulegum
Diesel-vélaútbúnaði, þar sem ein vél knýr skrúfurnar, án
yfirfærslu. Þá er rakstraumshreyflum af hæfilegri stærð
talið það til gildis, hve auðvelt sé að beita þeim.
Það mun þegar nokkuð reynt erlendis, einkum vestan
hafs, aö nota Dieselvélar í veiðiskip (togara), og hefir
víst yfirleitt gefist vel. Það er og einmitt í veiðiskipun-
um, sem mestu máli skiptir, að vélarnar séu ekki rjúm-
frekar. Hinn gamli eimvéla-búnaður útilokar að mestu
fjölbreytni í verkun aflans eða hagnýtingu.
IJað mun mörgum útvegsmönnum hér áhyggjuefni,
á hvern veg takast megi aðl endurnýja á næstu árum hin
stóru veiðiskip okkar, togarana. Sú staðreynd, að út-
gerð skipanna svarar yfirleitt ekki kostnaði sem stendur,
er vitanlega úrslitaatriði, sem erfitt mun að yfirstíga.
En setjum svo, að horfur væru á þvi, að hægt yrði
að eignast nokkur ný skip, mundi þá ekki vakna sú
spurning, hvort nokkurt vit sé í því, að kaupa aftur
samskonar skip og við nú höfum, og hvort eigi sé það
frámunalega óhyggilegt, að reka eftir sem áður veiði-
skap á bestu og dýrustu skipunum á þeim grundvelli,
að fleygja fyrst og fremst '/$ af veiðinni í sjóinn aftur,
verka siðan 2/ aflans að all-miklu leyti og gera úr hon-
um 2. og 3. fl. vöru með ærnum kostnaði og vera síðan
í mestu vandræðuni, að koma henni í verð.
Það er þegar fengin reynsla fyrir því, að hægt er að