Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 128
126
sem þarf aft gera til suðumannsins, til þess að alt sé eins
og vera l)er.
Hann ])arf að hafa fullkomna þekkingu í sinni grein,
bæSi bóklega og verklega, og rnikla þjálfun í að vinna
verkið og nota öll hjálpartæki á hagkvæmasta liátt. Hann
þarf að hafa vit og manndóm til þess a'ð gagnrýna verk
sín og finna til þeirrar ábyrgðar, sem á honum hvílir,
og hann þarf að hafa siögæ'ði til þess að láta aldrei ann-
að frá sér fara en það, sem hann veit, að er leyst af hendi
eins fullkomlega og frekast má verða.
Þessar og ef til vill fleiri kröfur verður að gera til
þeirra manna, sem treyst er til þess að leysa suðu þann-
ig af hendi, að lífi og eigmun manna stafi ekki hætta
af, en það er ekki nóg að gera kröfurnar, þó það sé
auðvitað fyrsta sporið; það verður einnig að veita mönn-
um aðstöðu til þess að geta lært l)óklega og verklega,
það sem til þess þarf, að uppfylla þær. Þegar svo hæfi-
leikar mannanna og kunnátta hafa verið sannprófuð og
reynst í lagi, þarf löggjöfin að vernda þá, svo að þeir
einir hafi rétt til að stunda þessa iðn. Þetta er sú ein-
asta trygging, sem hægt er að fá fyrir því, að suða sé
eins og hún á að vera, og almenn hætta stafi ekki af
þvi, að nota þá hluti, sem soðnir eru.
Flestar þjóðir reyna að undirbúa suðumennina undir
starf sitt að meira eða minna leyti. Þvi miöur er eg
ekki nógu kunnugur fyrirkomulaginu hjá þeim af eigin
reynd, en eg leyfi mér að benda hér á ýmis atriði því
viðvikjandi, eins og eg hefi lesið um það.
I Ameríku, Englandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi
veit eg ekki til, að hið opinbera hafi ákveðið námstíma
fyrir suöumenn, en í þessum löndum eru þó ýmsar regl-