Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 129
127
ur settar um suðu ýmissa hluta, svo sem þrýstiloíts-
hylkja, katla, mikilsvaröandi skipshluta o. s. frv., og
suöumönnum gert aö skyldu aö ganga undir nokkurs-
konar próf í suðu, áður en þeir eru teknir gildir sem
suðumenn. Að afloknu þessu prófi fá þeir nokkurs-
konar skírteini eða vottorð um, að þeir kunni að vinna
verkið.
Próf þetta er verkstæöinu nokkur trygging fyrir því,
að óhætt sé að taka manninn í þjónustu sína, og þeim,
sem eiga að njóta vinnunnar, nokkurt öryggi fyrir því,
að hún sé sæmilega af hendi leyst.
Til ])ess að veita mönnum undirbúning undir þessi
próf eru haldin námskeið, annaðhvort í sambandi við
iðnskólana, eða einkanámskeið, sem ýmsar stofnanir eða
fyrirtæki halda. Má sem dæmi nefna skóla þann, sem
Nevyport News Shipsbuilding and Dry Dock Company
hefir fyrir suðumenn. Skóla þennan geta sótt 200 manns
í einu. Þeim er skipt niður í dag- og kvölddeildir; nám-
skeiðstíminn er 4—7 mánuðir með 3—4 tíma kenslu á
dag. í lok námskeiðsins taka nemendur próf, og er það
viðurkent af ríkinu. Að því loknu fá suðumennirnir að-
eins að vinna undir ströngu eftirliti i marga mánuði,
þar til þeir loks hafa náð svo mikilli æfingu, að hægt
er að telja þá færa suðumenn. Sagt er, að þessi nám-
skeið nái svo vel tilgangi sínum, að 9 af hverjum 10
gamalla og reyndra suðumanna séu ekki nálægt því eins
færir i iðn sinni og nýsveinar af þessum námskeiðum.
I Frakklandi var fyrir fáum árum settur á stofn opin-
ber skóli fyrir suðumenn. í hann eru sveinar teknir T3
—14 ára gamlir, og námstiminn ef 3 ár. í þessum skóla
er kent alt, sem að suðu og meðferð suðutækja lýtur,