Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Qupperneq 134
132
úr hring. Á þessu tímabili — skolunartímabilinu — verður
þvi að framkvæma sömu vinnu og gert er í blásturs-
slagi og sogslagi fjórgengisvélarinnar, og þar sem skol-
unin er svo mikilvægt atriöi, aö hún takmarkar að nokk-
uru leyti afköst mótorsins, er ekki furða, þó ýmislegt
hafi verið reynt til þess að gera hana sem fullkomnasta.
Venjulega er skolunarfyrirkomulagi tvígengismiótora
skipt i tvo flokka. I öðrum flokknum er hin svonefnda
sveifarhússkolun, sem notuð er í venjulegum glóðarhaus-
mótorum og sumum litlum Dieselmótorum. Hún er álitin
fremur ófullkomin, meðal annars vegna Jiess, að loft-
nragnið, sem er til umráða, er ekki nema jafnmikið og
slagrúmstakið; þar við lrætist, að skolunin fer fram með
fallandi þrýstingi (Ps = 1,3—1,0 atm. raunverul. þrýst-
ingur). Þegar bullan afþekur skolopin, er 0,3 atm. yfir-
jrrýstingur á loftinu, en hann er kominn niður í o, þegar
þau eru fullopin, og er ]rá skolunin raunverulega á enda.
I hinum flokknum er aðferðin sú, að til þess að fram-
leiða skolloftið eru notaðar sérstakar skolloftsdælur, sem
eru knúnar á einhvern hátt af mótornum sjálfum eða
hjálparvélum. Með þeirri aðferð er hægt að gera ráS
fyrir, að loftmagnið sé 1,3—1,6 sinnum slagrúmtakið,
og þrýstingur loftsins jafn alt skolunartímabilið (1,1 til
1,3 atm. raunverulegur þrýstingur) ; skolunin er þvi að
sjálfsögðu fullkonmari þegar þessi aðferð er notuð.
Eins og geftir að skilja, hefir það kostað mikil heila-
brot og ýntsa erfiðleika að ráða frant úr þeirri gátu,
hvernig best yrði trygð fullkomin skolun tvígengismó-
tora. Hinar bestu mótorverksmiðjur hafa farið ótal leið-
ir að þessu marki og kostað til þess of fjár, og það er
ekki fyr en nú fyrir nokkurum árum, að því takmark-i