Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 139
137
mikmn snúningshrafta er aö ræöa. Einnig er hægara ai5
hafa sleöa, vatnskældan, en loka, svo öragt sé; eru því
sleðarnir notaöir í stóra mótora í staö lokanna.
Hreyfingum sleöans eða lokans er stjórnaS þannig, aö
hann opnar fyrir útblásturinn, lítiö eitt fyrr en skolopin
opnast, og lokast lítiö eitt íyr, en skolopin lokast; heldur
því loftið áfram aö streyma inn, eftir að skolun er hætt,
og myndast þannig forhleösla á mjög einfaldan hátt.
Þegar mótorar eru orönir þaö stórir, að 500—600 hest-
öfl eru framleidd í hverjum strokk, væri að líkindum
hagkvæmast að hafa þá tvívirka. Margar verksmiðjur
smíða nú orðið tvívirka mótora, sem framleiða alt að
1200—1500 hestöfl í hverjum strokk, og þess mun eigi
langt að bíða, að hestaflafjöldinn komist upp í 2000
hestöfl í strokk.
Varla er það hugsanlegt, að svo stórir mótorar verði
smiðaðir með fjórgengis-fyrirkomulagi, þar sem tví-
gengisfyrirkomulagið hefir svo marga kosti fram yfir
það. Með þvi er mótorinn meðal annars laus við sog-
og blástursloka á botni strokksins, sem oft reynist erfitt
að koma fyrir þar; mótorinn verður einfaldari, þyngdin
minni, og notagildi hærra. Það má því telja víst, að
tvigengisfyrirkomulagið verði framtiðarlausnin á gerð
tvívirkra mótora.
Eins og gefur að skilja, er skolunar-fyrirkomulagið
mikið atriöi í tvivirkum tvígengismótorum, ekki síður
en í hinum; aðferðirnar eru nokkuð líkar og i einvirkum
mótorum, og eru þær helstu þeirra sýndar á 3. mynd.
Fyrirrennara þeirra er hægt að sjá á 1. mynd, og er fljót-
legt að átta sig á þeim breytingum, sem orðið hafa frá
því, sem þar er sýnt, nema B. & W (til hægri á 3. mynd) ;