Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Síða 168
166
£
Forni. gat þoss, aö hægt væri að ganga í Alþýðusani-
bandið án þess að breyta íelagslöguniim, þvi hægt væri
fyrir stéttarfélög að vera í þvi sem óvirkur aðilji að öllu
öðru en sínum séraiálum. Annars gat hann þess, að þetta
mál, um Alþ.sami)., væri seinna á dagskránni, og ætti þv;
ekki við að ræða það nú.
þorsteinn Árnason lýsti sig mótfallinn inntöku vél-
gæslumanna i l'élagið og einnig því, aö það gengi í Al-
þýðusambandið.
þorsteinn Loftsson var mótfallinn iuntöku vélgæslu
manna í félagið og benti á margskonar óþægindi og
hættu fyrir félagið, sem fylgdi þvi, að taka þá í þaö.
þorkell Sigurðsson gat þess að vegna þeirrar vitneskju,
sem fengin vœri við þessar umræður, væri hann því nú
mótfallinn að vélgæslumenn væru t eknir í Vélst.jóra-
félagið.
þorsteinn Árnason skýrði inálið nokkru nánar frá sjón-
armtiði stjórnarinnar'.
.Tón Rjörnsson talaði um málið l'rá sjónarmiði yngri
manna í félaginu og sagði nokkui' vel valin orð i þvi
sambandi og lýsti sig eindregið á móti þeirri hugmynd
að taka vélgæshunenn inn í félagið að svo komnu máli.
þorsteinn Loftsson talaði nokkuð meira á nióti því, að
fá þá inn i félagiö, og af því að fleiri höfðu ekki beðið
um orðið, var lillaga stjómarinnar borin upp og feld með
samhljóða atkvæöum.
2. mál á dagskrá:
Heimild til að selja hús Vélstjórafélagsins.
Júlíus Olafsson hafði framsögu í rnálinu og lagði til,
að húsið yrði selt, ef viðunandi boð fengist, vegna þess
að það vieri úrelt, og mundi kosta mjög mikið fé
að gera það samkcppnisfært við nýtísku ibúðir, og vafa-