Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Page 169
167
mál, hvort það væri hægt; hann lagði fram svohljóðandi
tillögu í málinu frá formanni:
„Eg leyfi mér hér með, fyrir liönd félagsstjórnarinnar,
að leggja til, að henni verði heimilað að selja húseign
félagsins, á Framnesvegi 38, ef viðunandi boð fæst"
Magnús Guðbjartsson var því mótfallinn, að húsið yrði
selt, vegna mjög óhentugs tíma til að selja hús. En hann
benti jafnframt á, að búast mætti við, að hús mundu
hækka i verði, ef innflutningshömlurnar héldust, og því
mundi liagkvæmara að biða með söluna.
Júlíus gat þess, að ekki væri ætlunin að selja liúsið,
nema sæmilegt boð fengist, en menn vildu aðeins hafa
lieimildina.
Guðjón Benediktsson vildi láta selja, svo framarlegá
sém hægt væri; það liefði aldrei átt að byggja húsið,
enda hefði það valdið deiltim og úlfúð innan félagsins,
og ekki væri rétt að „spekulera" þannig með þá sjóði,
sem margir ættu.
þorsteinn Árnason skýrði frá hag hússins og gat þess,
að það hefði gcfið 10% i vexti af þeim peningum, scm
félagið ætti sjálft í því, auk þess að ávaxta og borga
niður þau lán, sem á því hvíldu. En hann gat þess jafn-
framt, að útlitið væri miklu verrti með það áþessu ári, bteði
vegna mjólkurlaganna og eins vegna þess, að leiguliðar
hússins liefðu sumir notað sér það, að ekki væru gerðir
skriflegir húsaleigusamningar \ ið þá, og farið úr húsiuu
á miðjum leigutíma, og svo hefðu ibúðirnar staðið auðar
eftir. Gat hann þess sérstaklega, að i vetur hefði einn
farið með tveggja daga fyrirvara, og nú hefði einn sagt
upp með 13 daga fyrirvara, sem ætlaði sér úr húsinu
1. ji'ilí, og væru hvorttveggja félagsmeun.
Fossberg gat þess, að liann væri svo lánsamur að vera
í hinni svokölluðu yfirhúsnefnd, og lagði að mönnum tið