Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Blaðsíða 171
160
Skýrði liann frá, að vegna þess að nú væri farið mikið
fyr á síldveiðar en áður, þá væri þessi breyting nauðsyn-
leg, til þess að hægt væri að haldaí fundinn það snemma,
að þeir, sem væru á síldveiðaskipunum, gætu setið aðai-
fundi félagsins.
Nokkrir tóku til máls um þessa tillögu og töldu allir
þessa breytingu sjálfsagða.
Tillagan var borin upp og samþykt með 39 samhljóða
atkvæðum.
])á lagði form. fram aðra tillögu um árstillög félags-
manna, svohljóðandi:
„Félagsstjórnin leggur ti 1, að 5. málsgrein 6. greinar fé-
iagslaganna verði breytt þannig: Orðin: „Er hækki um
k.i’. 1.25 á ári, þar til það nemur krónum 25.00 á árs-
fjórðungi", falli burtu.
Formaður gat þess jafnframt, að starfsmaður hefði orðið
þess var í sambandi við innheimtu gjaldanna, að þessi
hækkun mæltist mjög misjafnlega fyrir, og því mundi
vera heillavænlegra að fella þetta ákvæði úr félagslög-
unuin og bafa tillagið 80 krónur; jafnframt veitti hann
þá vitneskju, að búið væri að ganga úr skugga um, að
þetta tillag nægði til að standast reksturskostnað félags-
ins, en þó því aðeins, að ielagsmenn stæðu i skilum við
félagið.
Magnú.s Guðbjartsson gat þess í þessu sambandi, að
úr því að farið væri að ræða umj breytingar á félagslög-
unumj, þá væri margt annað, sem þyrfti að breyta, eins
og til dæmis 2. grein, þar sem seinni hluti hennar hindr-
aði, að hægt væri að ganga í Ailþýðusambandið, þó fé-
iagsmenn óskuðu þess. Hann vildi því fella þenna hluta
hennar úr félagslögunum, svo hann hindraði ekki, að
hægt væri að ganga í sambandið, ef hagsmunir félags-
nvanna gerðu það nauðsynlegt.