Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Qupperneq 178
176
lánabeiðnirnar kœmu í til stjórnarinnar eða starfsmanns,
en aldrei rnœtti fara út á þá braut, að einhver viss hluti
félagsmanna, sem mynduðu eitthvert aukafélag, nyti þar
nokkurra forréttinda; en honum virtist, að hægt myndi
að leggja þann skilning í tillögu pórsmerkurmanna, og
óskaði betri skýringar á því.
þorsteinn Árnason tók í sama streng og formaður; ann-
ars lýstu báðir yfir því, að þeir væru mjög hlyntir bygg-
ingarfélaginu „þórsmörk".
Magnús Guðbjartsson talaði fyrir tillögunni og benti á,
að engin nkvæði væru þannig i henni, að þórsmerkur-
menn ættu að haía neinn fórgangsrétt; auðvitað ættu
allir félagsmenn eftir sem áður að vera jafnréttháir um
fjárhagslega aðstoð, en hér væi'i urn það eitt að ræða, að
allir þt'ir menn, sem undir tillöguna rituðu, hefðu flutt
þá ósk sameiginlega (il félagsins, að það aðstoðaði þá,sem
þyrft.u á því að halda, til þess að verða sjálfstæða menn,
og nýmælið væri, að gert væri ráð íyrir, að hægt væri að
gera meira en að lána úr sjóðum. félagsins. þ\ i þegar
svo margir félagsmenn væru að byggja á sama tiina, gæti
vel komið til mála. að félagið hefði betri aðstöðu en ein-
stakir menn til að fá eitt lán utanlands cða innan, sem
svo yitði skipt. niður meðal lánbeiðenda, eftir þv“i sem
þeir þyrftu á að halda og innan þeirra takmarkana, sem
ákvæði tillögunnar settu. Og jafnframt tæki tillagan al-
veg fyrir það, að lánað væri öðrmn en góðum og gildum
félögum, og ætti að því leyti að vera styrkur fyrir Vél-
stjórafélagið.
þorsteinn Loftsson benti á, að takmarkanimar á því að
geta fengið lán eftir ákvæðum tillögunnar væru þær, að
þórsmerkurmenn yrðu að vera meðlimi: Vélstjórafélags-
ins, en ekki, að meðlimir Vélstjórafélagsins væru þórs-