Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Qupperneq 180
178
inngöngu Vélstjórafélagsins í Alþýðusambandið. En hann
vildi, að aðalfundur ákvæði, að stjómin útbyggi nú þegar
atkvæðaseðla, sem sendir yrðu út til allra meðlima Vél-
stjórafélagsns svo að félagsmenn gætu greitt atkvæði um
málið. Hann mælti fastlega á móti því, að farið yrði að
kjósa nefnd i málið, því einu sinni hofði áður verið kosin
nefnd í það, sem hefði verið sannnefnd svæfingamefnd,
og taldi hann ekki rétt að fara nú að kjósa aðra nefnd
af sama tæi.
þorkell Sigurðsson gat þess, að þetta væri þannig lagað
mál, að ekki kæmi til mála að láta menn greiða atkvæði
um það, án þess að rannsaka það fyrst rækilega, og inælti
sérstaklega með sambandi við iðnverkamenn. En hann
taldi það hinsvegar mjög óhyggilegt af þeim mönnum,
sem mestan áhuga hefðu fyrir inngöngu V. S. F. I. í Al-
þýðusambandið, að vilja endilega láta greiða atkvæði um
málið, án þess að það væri vel rannsakað fyrst, því að
hann væri sannfærður um, að það yrði felt með miklum
atkvæðamun, ef ekki væri færð nógu ábyggileg rök fyrir
uppástungunni um inngöngu okkar í það. llm það, að
nefndin yrði svæfingarnefnd, sagði hann, að ekki væri
annað en að kjósa í hana Mngnús Guðbjartsson og aðra
mcnn með álíka áhuga fyrir málinu, og þyrftu menn þá
ekki að óttast, að nefndin ynni okki eins og hún gæti
fyrir málið.
Júlíus Ólafsson talaði urn málið og benti á mörg atriði,
sem mæltu með og móti inngöngu i Alþýðusambandið, og
gat þess, að þróunin á seinni árum gengi í þá átt, að öl!
sérfræðileg stéttarfélög hefðu ópólitískt samband út af fyr-
ir sig, og því væri það hið eina rétta, að kjósa nefnd, svo
að hægt væri að rannsaka til hlítar, i hvort sambandið
yrði heillavænlegra að ganga.