Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Side 181
179
þorsteinn Árnason tók einnig til máls og mælti með því,
að kosin væi'i nefnd. Hann skýrði vel og rækilega frá
málnu og mælti sérstaklega með hugmyndinni um inn-
göngu í Samband iðnverkamanna.
J>á var lögð fram svohljóðandi tillaga i málinu:
„Aðalfundur ákveður, að nú þegar verði gefnir út aí-
kvæðaseðlar til félagsmanna, til þess að ákveða, hvort
V. S. F. I. skuli ganga í Alþýðusamhand íslands".
Bergsveinn Bergsveinsson. B. R. Snæland.
Bergsveinn talaði fyrir tillögunni og sagði, að þetta væri
eitthvert mikilvægasta sporið, sem Vélstjórafélagið ætti
fyrir hendi að stíga, og þvi ætti ekki að draga það á lang-
inn með þvi að svæfa málið í nefnd. Einnig lét. hann í
ijós þá skoðun, að þó að Jiorkell hefði sagt, að málið vrði
steindrepið, ef greitt væri atkvæði um það án frekari rann-
sóknar, þá mundi það ekki vera af áhuga fyrir framgangi
þess, heldur þvert á móti.
Jiorkeil Sigurðsson s.agði, að einmitt af þvi að málið
væri svo mikilvægt fyrir framtið félagsins, ætti það fyrst
að rannsakast vel, en ekki að fleygja J">vi óundirbúnu til
atkvæðagreiðslu fyrir félagsmenn.
Aloxandei' Guðjónsson talaði fyrir inngöngu í Alþýðu-
sambandið og tók það fram yfir Samband iðnverkamanna.
Sagði hann jafnframt, að liann áliti, að vélstjórar væru
skyldari sjómönnum, seni væru í Alþýðusambandinu,
heldur en Jiárgreiðsludömum, sem vairu í sainbanði iðn-
verkainanna. Iíann vildi þvi láta greiða atkvæði um mál-
ið, en ekki kjósa nefnd.
þorsteinn Árnason benti Alexander á, að við værum ekki
óskyldari hárgreiðsludömum heldur en t. d. þvottakon-
um, því að hárgroiðsludömurnar hefðu þó aflað sér sér-
menntunar i iðn sinni, en hinar ekki.
12