Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1935, Page 182
180
Magnús Guðbjartsson lagði til, að gengið viði til at-
kvæða um málið, og var það gert.
'l’illaga stjómarinnar var borin undir atkvæði og samþ.
með 14 gegn 7. Tillaga Bergsveins var þar rneð fallin, án
þess að gengið væri til atkvæða um hana.
Að lokum var lögð fram tillága um nefnd í inálið, svo-
hljóðandi:
„Eg leyfi mér að stingu upp ;i, að þessir ínenn verði
kosnir í nefndina: Magnús Guðhjaitsson, Kristján Sigur-
jónsson og Bergsveinn Bergsveinsson".
þorkell Sigurðsson.
Fleiri voru ekki i kjöri, og voru þeir því sjálfkjörnir.
5. Tvær till. um. að breyta ársritinu í mánaðarblað.
Lagðar fram tvær tillögur, undimtaðar af Ferdinand Ey-
feld, um breytingar á ársritinu og útgáfu mánaðarblaðs.
1. tillaga:
„Ég geri það að tillögu minni, að hætt verði nú þegar
á þessu ári að prenta aðalfundargerðir félagsins í ársrit-
inu, en aftur á móti verði allar fundargerðir félagsins
sérprentaðar í sama broti og ársritið; og aðeins sendar
félagsmönnum'1. Ferdínand Eyfeld.
2. tillaga:
„þar sem félagið hefir nú fastan starfsmann á fullum
launum, þá leyfi ég mér að gera það að tillögu minni, að
félagið kaupi nú þegar fjölritara og gcfi út fjölritað mán-
aðarrit.
Aðalfundur kýs 3ja manna ritnefnd, er sér um útgáfu
ritsins, og sé starfsmaðurinn ritstjóri þess, eða formaður
ritnefndar". F.erdínand Eyfeld.
Vegria þess að Ferdínand var fjarverandi, hafði formað-
ur framsögu í málinu. Fyrri tillögunni var hann fylgjandi,
en taldi ekki eigandi við að fara að gefa út fjölritað mán-