Morgunblaðið - 23.12.2008, Page 1

Morgunblaðið - 23.12.2008, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 351. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is BÖRNIN RÝNA Í JÓLALAGATEXTA GRÝLA GEYMDI KÖNNUNA Á STÓLNUM HÁKARL OG BLOGGFÆRSLUBÓK Gjafir handa þeim sem þér líkar illa við Leikhúsin í landinu >> 37 SÆNSKA fjármálaeftirlitið [FI] gaf út tilmæli til þar- lendra fjármálafyrirtækja í lok október sl. sem fólu í sér að allar íslenskar eignir yrðu að fullu frádráttarbærar frá eiginfjárútreikningum þeirra. Það þýðir að sænsk fyr- irtæki sem eiga íslenskar eignir þurfa að skrá þær verð- lausar, ef farið er eftir tilmælunum. Meðal sænskra félaga sem eiga íslenskar eignir er Moderna A.B, dótturfélag Milestone, en það á m.a. Sjóvá og Aska Capital. Í ársreikningi Sjóvár fyrir árið 2007 kemur fram að félagið átti erlendar fasteignir að andvirði 49 milljarða króna. Samkvæmt endurskipulagningu sem nú stendur yfir hjá Milestone eiga þær eignir að vera áfram inni í Sjóvá, en að langmestu leyti er um að ræða fasteignir í Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi. Þar sem allar íslenskar eignir Moderna eru, samkvæmt tilmælum sænska fjármálaeftirlitsins, skráðar verðlausar eru hinar erlendu fasteignir því orðnar ein af söluvænlegustu eig- um Milestone-samstæðunnar. Sjóvá eignaðist hluta þessara erlendu fasteigna eftir að Milestone, eigandi Sjóvár, lagði þær inn í félagið til að jafna út viðskiptaskuld. Skuldin myndaðist þegar Mile- stone-samstæðan keypti Invik Group, sem síðar varð Moderna Finance A.B., á árinu 2007. Þá tók Sjóvá þátt í kaupunum. Þegar eignarhaldið á Moderna var fært beint undir Milestone myndaðist síðan umrædd skuld. thordur@mbl.is | 18 Íslenskar eignir sænskra fyrirtækja eru verðlausar HÚN VARÐ frelsinu fegin álftin sem Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins bjargaði úr hremmingum á Hjónagörðum Háskóla Íslands. Álftin hafði lent á svölum einnar íbúðar Hjónagarðanna og hafði, að sögn Erlings Júlíussonar varð- stjóra hjá slökkviliðinu, verið þar í einhvern tíma áður en látið var vita af henni, þar sem íbúar voru að heiman. „Við náðum í hana og keyrðum hana í slökkvibílnum niður á tjörn þar sem við slepptum henni.“ Álft- in var ekki með öllu sátt við björgunaraðgerðirnar heldur hvæsti hún á slökkviliðsmennina og reyndi að losa sig. Hún var þó með öllu ósködduð og blakaði vængjum og tók til við að snyrta sig eftir að hafa verið losuð úr prísundinni. „Þetta er með óvenjulegri verk- efnum,“ segir Erling sem hér sést, ásamt Oddi Eiríkssyni, sleppa álft- inni lausri. „Ég man að minnsta kosti ekki eftir tilviki eins og þessu þau ár sem ég hef verið í slökkviliðinu.“ annaei@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Álft bjargað úr sjálfheldu á svölum stúdentagarða Keyrð í slökkvibíl niður á tjörn Eftir Björn Jóhann Björnsson og Silju Björk Huldudóttur HALLDÓR Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segir í við- tali í Morgunblaðinu í dag að staða sveitarfélaga sé misjöfn en öll þurfi þau með einhverjum hætti að grípa til ráðstafana til að bregðast við auknum skuldum og minnkandi tekjum. Það muni bitna á þjónustu við íbúana, sem óhjákvæmilega muni skerðast. „Við þurfum að halda utan um skólana, félagsþjónustuna og þjón- ustu við aldraða. Líklegt er að ýmis framlög verði skorin við nögl. Við gætum þurft að fækka þjónustu- stofnunum, þar sem þjónustan er veitt á mörgum stöðum innan sama sveitarfélags,“ segir Halldór og úti- lokar ekki að fækka þurfi skólum. Reykjavík hækkar ekki útsvar Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka ekki útsvar um þessi áramót og verður það því áfram 13,03%. Þetta kom fram í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 sem fram fór í gær. Alþingi samþykkti sl. laugardag að hækka hámarksútsvar um 0,25 prósentustig, þ.e. úr 13,03% af út- svarsstofni í 13,28%. Nú þegar hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að nýta hámarksútsvarið, þeirra á meðal eru Akureyri, Fjarðabyggð, Hafnarfjörður, Ísafjarðarbær og Kópavogur. Á síðasta ári nýttu alls 64 af 79 sveitarfélögum landsins heimild sína til hámarksútsvars. Aðeins þrjú sveitarfélög lögðu á lágmarksútsvar, sem þá var 11,24%. | 4, 8 Þjónustan mun skerðast Sveitarfélög í landinu gætu þurft að fækka þjónustustofnunum og skólum                     !!" !!# $% & &  & & & &  &  &  &  &  &  &  &   Finnska lögreglan telur sig hafa komið upp um bílþjóf með því að greina DNA-erfðaefni í hræi moskító- flugu. Bílnum var stolið í júní í borginni Lapua og fannst hann nokkrum vikum síðar. Lög- reglumaður tók eftir flugu- hræinu og sá að flugan hafði nýlega sogið blóð. DNA-sýnið passaði við sýni úr manni sem var á skrá lögregl- unnar. Hinn grunaði neitar allri sekt og nú kemur til kasta dóm- ara að ákveða hvort „vitnis- burður“ flugunnar dugi og hægt sé að ákæra. „Okkur er ekki kennt að gá að moskítóflugum á afbrotavett- vangi,“ sagði yfirmaður rann- sóknarinnar, Sakari Palomaeki, en að þetta sýndi að menn hefðu vandað sig. kjon@mbl.is Moskítóflugan sem kjaft- aði frá eftir dauðann  „Óumdeilt er að í tilteknum til- vikum hafi fjárfesting í peninga- markaðssjóði Landsbankans verið kynnt sem áhættulaus. NBI hf. og Landsvaki hafa viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið viðskiptamenn afsökunar á þessu,“ segir í fréttatilkynningu frá Við- skiptaráðuneytinu í gær. „Miðað við lög og reglur sem giltu til 6. október var áhættan mun dreifðari en í innlánum hjá ein- stökum banka eða sparisjóði,“ segir Stefán H. Stefánsson, sem áður var stjórnarformaður Landsvaka. „Þar var áhættan hjá aðeins einu fyrir- tæki, ef fólk átti meira en þessar þrjár milljónir sem innistæðutrygg- ingin dugar fyrir. Og sum fyrir- tækjanna hafa verið talin áhættu- söm en í svona sjóði er áhættunni dreift á mörg fjármálafyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Neyðarlögin gerðu skuldabréf fjármálafyrirtækja afskaplega verðlítil en þau voru áður jafn- rétthá innlánum banka.“ »4 Neyðarlög Alþingis réðu úrslitum um tapið „VIÐ gerum ráð fyrir því að árið 2009 verði dýpsta ár kreppunnar og þess vegna hefur verið reynt að ganga varlega fram til þess að ríkið með sínum aðgerðum dýpki ekki kreppuna.“ Þetta sagði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, við atkvæðagreiðslu um fjárlög á Al- þingi í gær og bætti við að heims- kreppan og bankahrunið settu vit- anlega mark á fjárlögin og á fjárhag ríkisins á komandi árum. Fjárlögin voru samþykkt og stefnir í að 150 milljarða halli verði á ríkisbúskapnum á næsta ári. halla@mbl.is | 15 Dýpsta ár kreppunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.