Morgunblaðið - 23.12.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.12.2008, Qupperneq 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2008 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI –Spámiðill Spái í spil og kristalkúlu Fyrirbænir Sími 618 3525 www.engill.is Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í s. 618-2800. Húsnæði í boði Til leigu Lítið einbýlishús til leigu í miðbæ Hafnarfjarðar. 120 þús. á mánuði með hita og rafmagni. Laust strax. Uppl. í síma 822-3849. Sumarhús Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Tómstundir Vönduð púsluspil á góðu verði í miklu úrvali. Opið í dag til kl. 23.00. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587-0600. www.tomstundahusid.is Plastmódel í úrvali. Opið í dag til kl. 23.00. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587-0600. www.tomstundahusid.is Myndir til að mála eftir númerum í úrvali. Opið í dag til kl. 23.00. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587-0600. www.tomstundahusid.is Til sölu Vandaðar postulíns, kristal og trévörur í miklu úrvali. Frábært verð.. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Vandaðar köfunargræjur Til sölu lítið notaðar köfunargræjur. Hágæðagríma "Sphera" frá Aqua- lung, froskalappir frá Z Leader (stærð 45-46) einstaklega þægilegar. Speedo öndunarpípa með helstu fítusum. Einnig með sundspjöld fyrir hendur frá Arena. Tilvalið fyrir vetrar- frí á hlýjar slóðir. Upplýsingar í síma 615-1981 og á urgeymslunni.blogspot.com. Tékkneskur kristall og postulín gjafavörur í miklu úrvali. Íslenska krónan í fullu gildi. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Sígræn falleg jólatré 160 cm 6.900,- 180 cm 8.900,- Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Klassískar teiknimyndasögur Til sölu gömlu teiknimyndasögurnar. Fyrstu útgáfur í einstaklega góðu ástandi. Hin fjögur fræknu, Palli og Toggi, Sammi, Gormarnir, Ævintýri Alexar o.fl. Ómissandi í uppeldið á þessum síðustu og verstu tímum. Mjög gott verð. Tilvalið undir jólatréð. Upplýsingar í síma 615-1981 og á urgeymslunni.blogspot.com. Hauskúpulíkan Til sölu er þessi gervihauskúpa. Líffræðilega hárnákvæm og í fullri stærð. Tilvalið fyrir læknanemann eða sem skraut. Hægt er að opna toppstykkið. Upplýsingar í síma 615-1981 og á urgeymslunni.blogspot.com. Handslípaðar kristalsljósakrónur frá Tékklandi og Slóvakíu. Mikið úrval. Frábær gæði og gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. 25 % afsláttur af Preciosa Kristal skartgripum fyrir jól. Fallegir og mjög vandaðar gjafir. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Listmunir Margverðlaunuð hönnun frá stærsta úraframleiðanda Frakk- lands. 2ja ára ábyrgð, gott úrval og mjög hagstætt verð: 10- 25.000 kr. ERNA, Skipholti 3, s.5520775, erna.is ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Sveinbjörn Vetur- liðason réðst ungur til Vegagerðarinnar á Ísafirði, fyrst sem sumarmaður síðan tækjamaður og loks verkstjóri til fjölda ára. Hann upplifði á ævi sinni þróun í starfi sínu frá því að moka möl á vörubíla með handskóflum til nútíma vinnutækni. Það hefur ekki verið létt verk eða auðvelt hjá Sveinbirni, eftir að hann tók við verkstjórastöðunni, að bera ábyrgð, að mestu einn lengi framan af, á ástandi vega á svæðinu. Á þessum tíma var hann eini yfirmaðurinn sem var búsett- ur á Ísafirði. Sérstaklega voru vegirnir um Ós- og Súðavíkurhlíð erfiðir enda á þeim tíma mjóar með engar hrunvarnir eða rásir þannig að mikið ónæði var af grjóthruni á vorin, sumrin og haustin og snjóflóð voru tíð á veturna. Á þeim Sveinbjörn Veturliðason ✝ Sveinbjörn Vet-urliðason fæddist á Lækjamótum á Ísa- firði 18. desember 1928 og bjó þar öll sín æviár. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 8. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 13. desember síðast- liðinn. tíma var ekki talað mik- ið um eða gert mikið úr hættunni á þessum veg- um, sérstaklega um Ós- hlíð, þannig að ef hrundi á veginn var tal- ið sjálfsagt að hreinsa hann strax. Á þessum tíma hafa Sveinbjörn og starfsmenn hans vafa- laust lagt sig í margí- trekaða hættu við sín störf. Og um leið hafa það verið ófá símtölin varðandi starf hans sem Anna Jónasdóttir, eig- inkona hans, hefur þurft að svara þeg- ar hann var úti við í vinnu. Sveinbjörn hafði átt í veikindum síð- ustu ár. Ljóst hefur verið að hverju stefndi. Það var því afar ánægjulegt að hitta hann við réttir í Engidalsrétt sl. september. Hann átti alltaf nokkrar kindur. Hann hafði áhuga á búskap og naut þess að vera innan um búfé. Það var gott að leita til hans í þeim efnum sem öðrum enda hefur hann í gegnum tíðina hjálpað nágrönnum sínum og vinum með búskap alla tíð. Fyrrverandi samstarfsfólk hjá Vegagerðinni sendir Önnu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Lyngmó, Geir Sigurðsson. Elsku afi Jón, við sorg síðustu daga hefur hugurinn oft leitað til gamalla tíma. Ég á margar góðar minningar heiman frá ykkur ömmu í Sólheim- unum og frá fjölskylduferðalögum. Þær skýrustu eru þó frá því þegar ég var 12-13 ára gamall og vann oft fyrir þig uppi í sumó. Stundum gisti ég hjá þér, þá fór- Jón Halldórsson ✝ Jón Halldórssonfæddist á Skálm- arnesmúla í Múlasveit í Austur-Barða- strandarsýslu 28. okt. 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. desember síðastliðinn. um við eldsnemma á fætur, borðuðum morgunmat – alltaf greipaldin, brauð og skyr – og svo var far- ið í Laugardalslaug- ina, þar sem þú virt- ist þekkja hverja einustu manneskju og kjaftaðir lengi í pottinum. Svo var haldið upp í sumó og þar var alltaf nóg að gera; vökva, berjast við skriðsóley og keyra inn og dreifa hestaskít. Heilu vörubílshlössin af hestaskít, sem hurfu hjólbörur eftir hjólbörur og mér fannst hendurnar vera að slitna af mér undir lok vinnudags. Vinnudagurinn leið hratt meðan við dunduðum okkur og það var auðvelt að sjá að þú naust þín inn- an um allan gróðurinn, sem þú hafðir varið áratugum í að rækta. Svo kallaðir þú að það væri komið kaffi og ég man alltaf hvað maður var svangur eftir útivinnuna og hvað einfalt nesti var gott á bragðið eftir allar hjólböruferð- irnar. Þér fannst alltaf gott að borða enda hafði vinnuharkan örugglega örvað matarlystina. Stundum átti ég, þessi smá- patti, erfitt með að skilja alla þá vinnu sem þú lagðir í sumó. Voru ekki sumarhús til dægradvalar? Seinna skildist mér að vinnan var þín dægradvöl. Þú hafðir unnið mikið allt þitt líf og varst ham- ingjusamastur með nóg fyrir stafni. Þú hafðir alltaf mjög sterka nærveru, og varst miðpunktur samræðna á mannamótum. Þú varst ótrúlega mannglöggur og gast rakið ættir flestra langt aft- ur. Þú fylgdist af stolti með öllum þínum barnabörnum og barna- barnabörnum, sem nú eru fleiri tugir talsins, og kunnir allar frétt- ir af þeim. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, en er jafnframt þakklátur fyr- ir allan þann tíma sem ég naut leiðsagnar þinnar. Ég minnist þín með stolti og vona að eitthvað af dugnaði þínum og þrótti endur- speglist í okkur afkomendum þín- um í dag. Vertu blessaður verkstjóri. Páll Ísólfur Ólason. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.