Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 8
þroskaður alvörumaður var þar á ferð, sem hafði sett sér á-
kveðið mark og var óhræddur við að takast á við erfiðleikana
og vinnuna, sem fylgdi tvöföldu starfi.
Kjartan var fæddur að Krosshóli í Svarvaðardal, sonur hjón-
anna Olafs Sigurðssonar, bónda þar, og konu hans Kristjónu
J'ónsdóttur. Hmi lauk kandidatsprófi í læknisfræði í febrúar
1952 og kandidatsprófi í tannlæknisfræði í maí 1957; livort-
tveggja með góðum fyrstu einkunnum. Kjartan var við fram-
haldsnám í munnskurðlækningum í 3 inánuði á sérhæfðri hand-
lælmisdeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn, en fluttist til
Seyðisfjarðar síðla árs 1957 og starfaði þar síðan að læknis- og
tannlæknisstörfum, og var hin síðari ár settur héraðslæknir þar.
Kjartan kvæntist 1949 Klöru Kristinsdóttur, hjúkrunarkonu
úr Rej'kjavík og varð þeim barna auðið.
Það er mikill missirinn, fyrst og fremst fjölskyldunnar, en
jafnframt bæjarfélagsins og íslenzku þjóðarinnar í heild, þeg-
ar velmenntaður, samvizkusamur og starfsamur maður i á-
byrgðarstöðu og störfum fellur frá á bezta aldri.
Jón Sigtryggsson.
6