Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 44
un amalgamfyllingar, silikatfyllingar, rótfyllingar og úrdrátt-
ur.
Pinnar liafa sem takmark, að allir fái fríar tannyiðgerðir.
Fyrir 1976 gera þeir ráð fyrir, að allir 17 ára og yngri verði
þeirrar þjónustu aðnjótandi og 1980 allir, sem eru 21 árs og
yngri auk vanfærra kvenna. Gera má ráð fvrir að veita þessa
þjónustu á lieilsugæzlustöðvunum.
Á þessum aldursflokkasamanburði sést, að stefnan er svip-
uð á öllum Norðurlöndunum eða sfí, að láta yngstu aldursflokk-
ana liafa algeran forgang.
Ilér á landi rnmiu 80 - 85% tannlækna reka sjálfstæðar tann-
lækningar, í Danmörku 75%, 55% í Pinnlandi, 53% í Noregi
en aðeins 40% í Svíþjóð. Sé athugað hve margir eru með
gervitennur eru tölurnar svipaðar á öllum Norðurlöndunum
eða um 5. hver fullorðin manneskja. I Noregi 20% fulorðinna.
í Svíþjóð 22%. í Danmörku 20% allra íbúanna og í Finnlandi
22% þeirra sem eru eldri en 16 ára.
Það er greinilegt, að við Islendingar erum langt á eftir hin-
um Norðurlöndunum með að annast okkar áhættuhópa, sem
allir virðast vera sammála um, að eigi að liafa forgang og hið
opinbera verður að taka upp á sína arma og á eigin tannlækna-
stofum. Bins og ég gat um áður, eru þessir áhættuhópar álitnir
vera börn og unglingar 0 -18 ára og verðandi mæður. Bg vil
sjálfur bæta hér við, andlega og líkamlega vanheilum, en það
þykir án efa svo sjálfsagt á hinum Norðurlöndunum að ekki
þarf að taka það fram sérstaklega.
Hér á landi hefur þessi þjónusta verið skipulagslaus og
fálmkennd og því miður held ég að orsökina sé aðallega að
finna hjá okkur sjálfum. Við höfum alltaf reynt að einangra
okkur sem mest og talið, að með einmenningstannlækninga-
stofum væri hægt að leysa öll vandamál varðandi tannlæknis-
þjónustu landsmanna.
Ég tel að fullorðið fólk eigi, eftir því sem við verður komið
að fara til sjálfstætt starfandi tannlækna, en með áhættuhóp-
42