Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 45
ana gildir öðru máli. Þeim verður oftast bezt þjónað í hóp-
vinnu og með færibandakerfi.
Yið verðum að gera okkur grein fyrir, að þjónustan sem
íslenzkir tannlæknar gátu veitt fyrir 20 árum, þegar þeir voru
aðeins 1 fyrir hverja 4000 íbúa, var ekki hin sama og nú, þeg-
ar við nálgumst að liafa 1 tannlækni fyrir hverja 1000 íbúa.
Aður fyrr tók neyðarþjónusta vegna tannpínu og fegrunar-
aðgerðir stóran hluta af vinnutíma tannlækna, auk smíði gerfi-
tanna og parta. Með auknkum fjölda tannlælma, er hægt að
leggja meiri áherzlu á fyrirbyggjandi aðgerðir og fræðslu,
auk hópstarfs með öðrum stéttum heilbrigðisþjónustunnar.
Tennur og umhverfi þeirra er hluti af öllum líkamanum, en
ekki sérstæður hlutur, sem hægt er að setja í t. d. artikulator, án
þess að taka tillit til annarra hluta líkamans.
Bf við gerum okkur ekki grein fyrir þessu, eigum við ef til
vill lielzt samleið með tannsmiðum og öðrum iðnaðarmönnum
í framtíðinni.
Okkur er tamt að kenna hinu opinbera um, hvernig ástandið
er. En höfum við reynt nógu vel að koma málefnum okkar á
framfæri hjá hinu opinbera.
Hvenær höfum við boðið ráðherra, þingmönnum, heilbrigðis-
ráði Reykjavíkur, borgarlækni eða öðrum, sem taka ákvarðan-
ir í þessum málum til umræðufunda um tannlæknisþjónustuna.
Eg man ekki eftir því. Eg held að heilbrigðisráðherra og náðu-
neytisstjóri hafi alltaf undanfarin 2-3 ár verið viðstaddur
setningu aðalfundar Læknafélagsins, svo að ekki sé minnst á
ráðstefnur um lieilbrigðismál, sem haldnar hafa verið. Enda
þykir þetta sjálfsagt. Verzlunarmenn bjóða viðskiptaráð-
herra, iðnaðarmenn iðnaðarmálaráðherra.
Stjórn Styrktarsjóðs vangefinna hélt mjög vel heppnaðan
fund fyrir viku síðan. Á hann var boðið m. a. menntamála-
ráðherra, ráðuneytisstjóra heilbrigðismála og 4 eða 5 þing-
mönnum. Komu þeir og ræddu málin af mikilli hreinskilni, að
því er virtist.
43