Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 27
gengu kringum neðri kjálkann og splintið sjálft. Efri kjálka
splintið var fest meS vírum, sem þræddir voru krin'gum
fremsta hlutann á arcus zygomaticus og inn í munn beggja
vegna ájaxlasvæðinu. Auk þess var gat borað fyrir vír, sem
var þræddur gegnum spina nasalis anterior, vírinn síðan tengd-
ur lykkju á framtannasvæði splintsins.
Síðari hluti aðgerðarinnar var beinaðgerð á ramus ascend-
ens báðum megin. Incision var gerð í regio submandibularis.
Musculus masseter og beinhimnan var losuð frá ramus upp að
incisura mandibulae. Síðan var skorið með rafmagnssög frá
incisura niður og aftur og beinskurðurinn endaður rétt aftan
við angulus mandibulae. Aftari hlutinn, með processus can-
dylaris, var síðan losaður upp og færður til hliðar við frara-
hluta kjálkans. Þegar þessu stigi var lokið á báðum hliðum,
var auðvelt að flytja allan framhluta kjálkans (með processus
coronideus) aftur um 10 mm (Mynd 7a og 7 b). Skurðsárin
voru nú saumuð saman. Þá var mandibula komin á þann stað,
sem henni var ætlaður og ekki annað eftir en að læsa saman
efri og neðri kjálka með vírum milli splintanna í munninum.
Sjúklingnum vegnaði vel eftir skurðaðgerðina og var send-
ur heim eftir 6 daga. Efri og neðri kjálka var haldið víruðum
saman í 8 vikur, en þá var bein á öllum stöðurn vel gróið og
splintin því fjarlægð (Mynd 8). Sjúklingurinn var ánægður
með árangurinn, enda var útlit hans allt gjörbreytt (Mynd9).
25