Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 33

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Blaðsíða 33
Var því horfið frá frekari tilraunum að bora eftir vatni. Sú lausn að leggja vatnsleiðslu frá fastalandinu virtist vera sú eina mögulega. Menn höfðu af eðlilegum ástæðum horft fram hjá þessari lausn vegna gífurlegs kostnaðar. En nú var hafist lianda um hönnun væntanlegrar vatnsleiðslu og dælustöðvar og ekki horft í kostnað enda um lífsafkomu Eyjabvia að tefla. Ég hafði fylgst með þessu máli, sem og aðrir Eyjabúar. Þegar hér var komið sögu datt mér í hug sá möguleiki fyrst verið var að hanna og teikna væntanlega vatnsveitu að benda ráðamönnum bæjarfélagsins á þann möguleika að fluor-bæta drykkjarvatnið í þeim tilgangi að draga úr tannskemmdum. Ég baðst því leyfis að fá að mæta á bæjarráðsfundi og gera mönnum grein fyrir þessu verkefni. Þessari beiðni var vel tekið. Mætti ég á fundi bæjarráðs, þar sem ég gerði í stuttu erindi grein fyrir sögu þessa máls og væntanlegum árangri ef af framkvæmdum yrði. Bæjarráðsmenn tóku erindinu vel og fólu mér að kanna þetta mál enn frekar, en ég var þá á förum til ársdvalar í Danmörku. Þetta var sumarið 1966. Meðan ég dvaldist í Danmörku leitaði ég mjög eftir upplýs- ingum um þetta mál. Reyndust hæg heimatökin í Kaupinhöfn. Danir hugðu sjálfir á fluor-bætingu drykkjarvatns og hafði þingið skipað nefnd til að kynna sér staðreyndir þar að lútandi. Var mér bent á að ræða þetta mál við Erik Uhl yfirlækni og deildarstjóra hjá heilbrigðisráðuneytinu, en svo heppilega vildi til að hann hafði verið formaður nefndar þeirrar, sem fyrr er getið. Afhenti liann mér nefndarálitið, sem er all góð og ýtarleg greinargerð enda tók það nefndina á fjórða ár að setja liana saman. I nefndinni voru 12 sérfræðingar, þ. e. læknar, verkfræð- ingar, eiturefnafræðingar, tannlæknar og fl. Niðurstaða nefnd- arinnar var jákvæð gagnvart. fluorbætingu, 9 með 3 á móti. Forsendur mótatkvæða jafn margar og atkvæðin m. a. kostn- aður. Á heimleið frá Danmörku kom ég við í Kilmarnok í Slcot- landi, en þar hafði verið bætt fluor í vatnið um nokkurt ára- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.