Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 40

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1975, Side 40
Var undarvert hve sammálá þingfulltrúar höfðu orðið eftir að hafa rætt málin og skipzt á skoðunum. Var því mjög at- hyglisvert að kynna sét- hverja þeir töldu æskilegustu stefnuna fyrir tannlæknisþjónustuna í framtíðinni. Ég mun nú reyna að skýra frá umræðunum og niðurstöðum um hin 4 aðalefni þingsins. Skýrsla umrœðuhóps A. Varðandi verkefni tannlæknisþjónustunnar í framtíðinni voru allir sammála um, að þau myndu breytast. Aukast mundi starf á sviði upplýsinga og ráðgjafar, auk fyrirbyggjandi ráð- stafana, sem byrja þarf strax á um meðgöngutímann. Bent var á nauðsyn þess að starf að vörnum gegn tannskemmduiu færi fram í tengslum við heilsugæzlustöðvar eins og t. d. í Nor- egi. Þær aðgerðir, sem forgang eigi að hafa, skulu hafa að mark- miði: 1. Að halda barnatönnunum til tannskiptanna. 2. Að hindra skemmdir á snertiflötum. 3. Leiða til þess, að allir geti haldið minnst 20 fullorðinstönn- um í nothæfu ástandi. 4. Varðveita gott bit. Heppilegt var talið, að hið opinbera hætti að bera ábyrgð á tönnum einstaklinganna, þegar þeir verða 18 - 20 ára. Síðan á það að vera á ábyrgð hvers eins, að hugsa vel um heilsu sína eða illa. Góð barna og unglingatannlæknisþjónusta í stofn- unum og í skólum á að vera nægileg til að næstum allir haldi áfram góðri tannliirðu eftir að hið opinbera hættir að fylgjast með þeim. Mikil áherzla vai' lögð á, að börn og unglingar fái reglulegt kerfisbundið eftirlit, fræðslu og tannviðgerðir og bent var á, að fullorðnir yrðu einnig að verða þess meðvitandi, hve reglulegt eftirlit er nauðsynlegt. Nauðsynlegt var talið að hafa stofnanir með innköllunar- 38

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.