Árdís - 01.01.1936, Side 15

Árdís - 01.01.1936, Side 15
13 inu; frá uppfyndingum og umbótum — hvernig menn hafa fórn- fært lífi sínu, jafnvel, fyrir sannleikann; frá stríðum og þeirra hryllilegu afleiðingum; hvernig lögin hafa verið bygð upp, og yfir höfuð livernig það menningarsvið sem við nú lifum á, hefir orðið til. Svo er landafræði. Til þess að geta skilið okkar eigið um- liverfi, verðum við að vita eitthvað um umheiminn. Löndin hafa öll færst svo nálægt hvert öðrn, með öllum þessum1 samtengingum og flutningstækjum sem við nú njótum, þessvegna eru aðrar þjóð- ir orðnar eins og næstu nágrannar okkar sem við höfum stöðug viðskifti við. Það er skemtilegra að vita hvernig þessiilöndin eru og fólkið, þaðan sem við fáum allar þessar vörur, við hvaða kjör það hefir að búa, og hvaða siðir eru þar. jOg þó að við höfum aidrei tækifæri til að sjá þessa staði með augunum, þá getum við gert okkur býsna vel í hugarlund hvernig þeir eru þegar við les- um um þá, og sjáum myndir tþaðan. Eg hefi séð um, það í blöðunum hve hörmulegt sé að heil- briðisfræði sé ekki kend í skólunum, en nú eru einmitt til ágæt fyrirmæli um það, hvað skuli kent í þeirri grein, en það vill svo óheppilega til, að engin skólaibók hefir verið gefin út fyrir áttunda bekk í þessari grein, svo kennarar verða að útbúa sínar eigin “nótur.” Seinasti kaflinn af þessari námsgrein fjallar um skyld- ur vorar sem borgarar þessa lands, og er þessvegna mjög áríðandi partur af allri heildinni. Ein allra skemtilegasta, og oim leið áhrifamesta námsgrein skólanna er bókmentir (literature). Við þær fá börnin samhygð með mestu og beztu hugvitsmönnum heimsins og enginn getur verið svo sljófur, að hann fái ekki snert af hrifning, þegar hann ies fagurt eða kjarnmikið kvæði; eða þegar hann les kafla úr bók sem lýsir fegurð lífsins eins og það gæti verið lifað, ef manneskj- urnar væru trúar því bezta í sínu insta eðli. Það er með bók- mentum sem hugir þeirra ungu eru helzt sveigðir inn á réttar leiðir. Þær glæða hjá þeim liáar hugsjónir og löngun til að lifa fullkomnara og betra lífi. Svo er ritháttur (composition). Með þeirri kenslu fá börnin æf'ingu við að skrifa og nota ímyndunaraflið til að sýna hvað í þeim býr. Þar sem þetta er nú að verða of langt mál hjá mér, þá ætla eg aðeins að minnast á eina skólagrein enn, og það er sönglistin. Fyrir nokkrum árum var búin til skínandi skrá yfir hvað skyldi kent í þeirri grein í bekkjunum sjö, átta og níu. Verkið byrjar á því sem er kallað “folk songs”. Það eru söngvar sem hafa orðið til fyrir löngu síðan meðal alþýðufólks í hverju landi, svo að í þeim felst ef eg mætti svo að orðum komast — hjartaslög hverrar þjóðar. Næst koma “art songs”, söngvar þar sem lagið fellur snildarlega saman við orðin; þar nœst koma operas, kór-

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.