Árdís - 01.01.1955, Side 77
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
75
Þóra Loftson
F. 9. jebrúar 1894 — D. 19. apríl 1955
Þóra var fædd að Mary Hill,
Man., 9. febrúar 1894. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Bjarna-
son, Árnason, ættaður úr Vopna-
firði í Norður-Múlasýslu, og
Guðrún Eyjólfína Eyjólfsdóttir
Jónssonar trésmiðs frá Nausta-
Hvammi, Norðfirði, ísland. Fjórir
bræður Þóru eru á lífi, Jón í
Ontario, Kristján, Saskatchewan,
Eyjólfur og Björgmann í Manitoba.
Þóra giftist 26. september 1912
eftirlifandi manni sínum Bjarna
Loftson, og bjuggu þau lengst af í
Lundarbyggð. Þau hjón eignuðust
tíu börn, tvö þeirra eru nú dáin, Stefán Ágúst, er féll í síðasta
stríði, og Ása er dó ung. Lifandi eru: Bjarni, Inga, Helga, Lína,
Guðmundur, Thora, Konráð og Ása. Útför Þóru var gjörð frá
Lútersku kirkjunni á Lundar laugardaginn 23. apríl 1955. Séra
Bragi Friðriksson jarðsöng, og var hún jarðsett í Lundargrafreit
að viðstöddu miklu fjölmenni. Þóra hafði farið ásamt manni sínum
í heimsókn til dóttur þeirra Thoru í Vancouver, B.C.; veiktist hún
þar og var flutt á spítala. Komst hún ekki til heilsu aftur og
andaðist vestra 19. apríl. Þóra var vel látin og vinsæl. Hún var
ötul í starfi Lúterska safnaðarins hér og tók mikinn og góðan þátt í
starfi Kvenfélagsins „Björk“; var hún meðlimur þess í 37 ár, og
hafði hún verið í öllum embættum þess félags á því tímabili. Er
hennar sárt saknað af félagskonum, vinum og vandamönnum.
Dóra Breckman