Árdís - 01.01.1955, Side 32

Árdís - 01.01.1955, Side 32
30 ÁRDÍ S frá Darcy, Saskatchewan, var þar líka með konu sína — og tveir synir Helga og konur þeirra og börn. Á leið til kirkjunnar þá sat ég við hliðina á Helga, en Margrét tengdadóttir hans, Mrs. R. E. Helgason, stýrði bílnum. Gleymdum við þá stund og stað og vorum aftur sem börn, en þá áttum við heima austast í bygðinni og rifjuðum nú upp messuferðirnar í þá daga, því það var ekki lítil gleði að fá að fara til messu. Blessuð mamma klæddi okkur í spari- fötin og svo kom pabbi með hestana og vagninn og var lagt af stað snemma dags, því þá var messað kl. 12 á hádegi. Foreldrar mínir sátu í springsæti innarlega á vagninum með yngri drengina, en við eldri systkinin sátum á fjöl fyrir aftan. Svo keyrði pabbi á ská yfir 15 og svo suður aftur og yfir gilið. Það var nú meira ævin- týrið að fara yfir gilið, því það var djúpt og vegurinn ósléttur. Pabbi hélt fast í taumana á hestunum, svo ekki yrði farið of hratt, því neðst í gilinu var mjó brú. Oft fengum við að fara niður af vagninum og hlaupa niður gilið. Þegar við komum að kirkjunni og pabbi hafði tekið hestana frá vagninum og bundið þá, gengum við inn í kirkjuna og var þá ætíð farið í sama sætið — við miðgluggann að norðan — og kölluðum við það sætið okkar. En á heimleið var oft snúið suður af veginum rétt fyrir vestan gil, — en þar í litlu húsi bjó Sigurbjörn skáld Jóhannsson, kona hans Marja og börn þeirra, Bína, Veiga og Egill. Okkur var tekið svo vel og Marja gaf okkur mjólk og kleinur og laufabrauð, og við börnin fengum að leika okkur um stund. Máske fengjum við að sjá fuglahreiður með litlum eggjum 1 eða ungum, eða tína falleg blóm, sem uxu á gilbarminum. — Þetta alt rifjuðum við Helgi upp á leiðinni til kirkjunnar, og hugsuðum með kærleik og þakklæti til okkar góðu foreldra. Svo vorum við komin í sætið okkar og messan byrjuð. Séra Jóhann Fredriksson þjónaði fyrir altari, en séra K. K. Ólafsson prédikaði. Ég gleymi aldrei þessari stund, því orð hans voru þrungin af einlægum hlýleik. Og er messu var lokið var gengið út, og fólkið stóð í smáhópum og talaði saman. Veðrið var yndislegt, glaða tungsljós, sem glampaði og endurspeglaðist í tjörninni rétt hjá — og enn vaxa eikartréin í hólmanum, eins og forðum daga. En hverjir voru það, sem þarna höfðu safnast saman þetta fagra kvöld? Var þetta árið 1955 eða var það bara 1905? Já, þarna voru þær Súsy og Veiga dætur Sigurðar Kristóferssonar (nú Mrs. I. Brynjólfsson frá Chicago og Mrs. Thos. Dave, Crescent, B.C.).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.