Árdís - 01.01.1955, Side 50
48
ÁRDÍ S
Það er ekki ætlun mín að fara að rekja sögu bygðarinnar — hef
víst nóg með sögu Freyju — en mig langaði aðeins til að sýna fram
á það að konur þær, sem stofnuðu kvenfélagið voru allar landnáms-
konur. Heimiliskringumstæður þeirra voru erfiðar, húsin litlir
bjálkakofar umkringdir af dimmum skóg, börnin ung, og fjárhagur-
inn þröngur. En þrátt fyrir alla örðugleika og strit kom brátt í ljós
kröfur um félagsleg störf. Máske hefur einangrunin í frumskógi
Nýja-íslands knúið þær til að víkka verkahringinn, hjálpa þeim,
sem erfiðar kringumstæður virtust ætla að buga og í samfélagi
með öðrum konum að starfa að velferðarmálum bygðarinnar. Um
sumarið 1895 var Kvenfélagið Freyja stofnað; frumkvöðlar að því
voru þær Ólína Erlendson og Jóhanna Sveinson. Tilgangur félags-
ins var talinn að vera: „Að efla eining og félagsskap kvenna í
bygðinni". Stofnendur voru fjórtán að tölu og voru:
Sigríður Hafliðason, Þórunn Borgfjörð, Guðrún Borgfjörð,
Þórey Oddleifson Ólína Erlendson, Jóhanna Sveinson, Guðlaug
Einarson, Þórlaug Jóhannesson, Jónanna Halldórsson, Jónína
Gunnarsson, Þóranna Einarson, Sigríður Friðriksson, Lilja Thor-
steinsson og Guðrún Skúlason.
Var Ólína forseti félagsins í fjölda mörg ár og Guðrún féhirðir
í sextán ár. Nú eru á lífi aðeins tvær af þessum stofnkonum — þær
Þórunn Borgfjörð og Guðrún Borgfjörð. Okkur er það mikil ánægja
og heiður að hafa Guðrúnu með okkur hér í dag.
Hið nýstofnaða félag var nefnt Freyja eftir blaði Margrétar
Benedictsonar. Það blað var hið fyrsta íslenzka kvennablað vestan
hafs. Er sagt að Margrét hafi verið forseti á fyrstu samkomu félagsins
og þá þakkað þann heiður, sem blaði hennar var sýndur.
Fundir voru haldnir á heimilunum til skiptis og voru vel sóttir.
Konur komu gangandi þrjá, fjórar mílur, og jafnvel sex og sjö
mílur eftir lítt færum götum, sem lykkjuðust gegn um kargaskóg
og forarfen. Ef ekki var hægt að skilja yngsta barnið eftir heima,
þá bar móðirin það í fanginu eða á bakinu. Til að létta byrðina þá
smokkuðu þær léreftsstykki eða sjali undir aðra höndina á sér og
bundu það svo yfir hina öxlina, svo lá eða sat barnið í þessari
„vöggu“. Verst var þó þegar mývargurinn var upp á sitt allra
„bezta“, þá varð móðurinni stundum á að slá hríslunni, sem hún
varði sig með of langt aftur fyrir sig og bættist þá barnaóp við
flugnasönginn. En enginn kvartaði um þreytu né erfiði, og alltaf