Árdís - 01.01.1955, Side 10
8
ÁRDÍ S
fyrir andlitinu, með sama hætti og norrænar konur gerðu, og
hefur sá siður haldizt frá örófa tíð.
Til er veggtjald frá Rúðuborg á Frakklandi, er frú Vilhjálms
Rúðujarls saumaði um árið 1066 og sjást á því þrjár konumyndir,
sem allar bera höfuðdúk. Má á þessu tjaldi sjá, hvernig konur
almennt báru höfuðdúkinn, því að Rúðujarl og hans fólk var af
norrænum uppruna.
Eftir því sem segir í Svarfdælu og Orkneyinga sögu munu
konur hafa faldað jafnt við hátíðleg tækifæri og hversdagslega.
Er einnig að sjá sem karlmönnum hafi þótt mikið Til FALDS-
INS KOMA, því að þegar Ragna bjóst öðrum höfuðbúnaði, kvað
Rögnvaldur jarl vísu til hennar þar sem hann segir að allar frúr
og ríkar konur faldi höfuðdúknum en hennar höfuðbúnaður líkist
merartagli.
Fornmæður vorar gengu ætíð með skikkju eða möttul yfir
herðum sér, því að á þeim tíma þótti ósvinna að ganga skikkjulaus
til mannfunda. Konurnar brugðu jafnvel yfir sig möttli, þótt þær
gengu ekki nema í næsta herbergi, ef karlmenn voru þar fyrir.
í sögum er nokkur skilgreining gerð á skikkjum og möttli.
Möttull er klæðið í skikkjunni en skikkja er klæði með skinnum á
og mun möttull því hafa verið skinnlaus.
Skikkjan var oftast ermalaust klæði sem hékk á herðunum,
stundum á tygli, sem var bundinn saman á brjóstinu, eða festur í
ýmislega lagaðar lykkjur eða skildi, sem voru við hálsmálið á
möttlinum.
Stundum var skikkjan næld saman að framan með nál eða
sylgju úr gulli eða silfri. Margar slíkar nálar hafa fundizt og eru
geymdar á forngripasöfnum.
Nálarnar eru margvíslegar í sniðinu: kringlóttar, sporöskju-
lagaðar eða hjartamyndaðar, oftast uppháar í miðjunni og alla
vega útgrafnar, eða með víravirki. Stundum eru þær einnig stein-
settar, en ætíð með nál á hjörum aftan á, líkt og brjóstnálar
gerast nú á dögum.
Ef möttullinn hékk á tygli á herðunum var hann kallaður