Árdís - 01.01.1955, Side 13
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
11
Eins og ég drap á var beltið aðalskrautið á kvenbúningunum
að fornu. Hinar ríkari konur báru belti úr eintómum silfurstokkum,
með kringlóttum eða tygulmynduðum skildi að framan, en frá
honum hékk endinn á beltinu, eða nokkuð langur sproti úr silfri,
með lauíi á endanum. Ef húsfreyja átti beltið, þá hengu lyklarnir
á endanum, svo sem sjá má af Hamarsheimt, að lyklar hengu við
belti Freyju.
Innan á beltisskildinum var krókur til þess að mætti stytta og
lengja beltið á sprotanum eftir því sem þurfa þótti.
Fátækari konur höfðu band útsaumað eða sett með silfur-
dropum, og með vel lagaðri hringju eða sylgju að framan, til þess
að þær gætu stytt beltið eða lengt eftir vild.
Það er oft talað um silfurbelti í fornsögunum. Hallgerður
langbrók átti eitt slíkt og í Sturlungu er talað um stokkabelti og
mun þá átt við silfurstokka.
í frásögunni af Flugumýrarbrennu er sagt um Ingibjörgu
Sturludóttur, þá er hún gekk úr brennunni, að silfurbelti hafi
vafizt um fætur henni, er hún kom or hvílunni fram; þar var í
pungr, og í gull mjög, er hún átti, hafði hún það með sér. Þessar
pyngjur voru vanalega á beltum bæði karla og kvenna, og var
það siður á íslandi fram á 16. öld.
Á hinum forna kvenbúningi voru ýmislegir skartkripir hafðir
til skrauts. Má þá nefna auk beltisins — men — sem var borið um
hálsinn. Mörg slík men hafa fundizt í jörðu og eru þau ævinlega
sett saman úr gulltölum, sem drengnar voru upp á band eða festi
og náðu tölurnar allt í kringum hálsinn.
Steinasörvi var annar skartgripur og var það hálsband úr
steintölum eða rafi. Kinga var einnig borin á hálsi. Var það kringla
með haldi, oftast úr gulli, sem hékk í bandi eða festi um hálsinn.
Nisti hefur verið hið sama og nú er kallað pör og er notað til
að halda saman kyrtlinum.
Formæður vorar báru oft hringi á fingrum, sem þá voru
kallaðir fingurgull eða baugar. Einnig báru þær armbönd, enda
er þeirra oft getið í vísum og konur stundum kenndar við arm-
böndin. Eyrnalokkar hafa hins vegar aldrei verið notaðir á íslandi,
að minnsta kosti er þeirra hvergi getið.
Klæði að fornu hafa að líkindum ekki verið marglit að venju,
því að það er alltaf tekið sérstaklega fram í sögum ef menn báru