Árdís - 01.01.1955, Side 31
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
29
bíla og verkfæri af elztu og nýjustu gjörð. Þar sáum við mann
vera að þreskja korn með “floil” — og því næst “Combine” mjög
fullkomið og verðmætt verkfæri. Kona sat við rokkinn sinn á einum
pallinum og önnur hafði bullu-strokk. Svo mætti lengi telja upp.
En það sem ég hafði mest gaman af að sjá var “demókrat” með
tveimur hvítum hestum fyrir — var það virkilega “surrey with the
fringe around the top.” En Óli Arason átti demókratann og var
hann uppfægður og hestarnir glansaði og hreinir með fínum
aktygjum. Og í kerrunni voru hjónin Skapti Arason sonur Mr. og
Mrs. O. S. Arason, og kona hans Edith og 3 börn þeirra— og Freddie
Ingaldson dóttursonur Mr. og Mrs. O. S. Arason. Tóku þau sig vel
út, klædd í gamaldags búninga — og Skapti með skegg. Ég mundi
vel eftir þessum demókrat þegar hann var keyptur, þá kom Ara-
son’s-fjölskyldan keyrandi til kirkju, því þá voru ekki bílarnir.
Og nú keyrði Arason’s-fjölskyldan þarna í skrúðgöngunni — en
nú var það sonarsonur Skapta heitins og nafni, sem keyrði, og
býr hann á bújörð afa síns. Annað þótti mér líka fallegt, en það
var pallur og á honum miðjum sat íslenzk „Fjallkona“ í skaut-
búning og við hlið hennar tvær ungar íslenzkar konur í peysu-
fötum og upphlut. En þetta voru tvær dætur Fred Frederikssonar
og tengdadóttir, en hann er kaupmaður í Glenboro, og var að aug-
lýsa verzlun sína. Þegar skrúðgangan kom að enda, þá komu fínir
bílar og í þeim sátu heiðursgestir hátíðarinnar — “pioneers” — sem
höfðu komið í bygðina á fyrstu árunum. Og þegar fólkið hafði
safnast saman úti í sýningargarðinum var samkoman sett, og ótal
ræður haldnar. Próf Tryggvi J. Oleson, sem er fæddur og uppalinn
í Glenboro, flutti aðalræðuna, og þótti mér það mjög ánægjulegt.
Um kvöldið var höfð veizla fyrir heiðursgesti. Og Laugardaginn 2.
júlí var dagurinn helgaður íþróttum — boltasamkepni o. s. frv.
Qm kvöldið var prógrams-samkoma. Ásunnudaginn 3. júlí var
guðsþjónusta úti undir beru lofti. Þar töluðu 4 prestar: Séra Jóhann
Fredriksson, séra K. K. Ólafsson, sem þjónaði Argyle prestakalli í
5 ár, 1925 til 1930, séra Ross Stewart og séra Fred Douglas. Vel
æfður flokkur söng. Fjöldi fólks var viðstaddur og var stundin
hátíðleg. Og með því var afmælishátíð þessari lokið í Glenboro.
En þetta sama kvöld kl. 8 var messað í Grundarkirkju og voru
það íslenzku söfnuðirnir 4 sem þar mættu, og var vel sótt. Þetta
kvöld var ég stödd á gamla heimilinu mínu, þar sem Kristján bróðir
minn býr, og var þá gestkvæmt þar sem oftar. Helgi bróðir minn