Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 31

Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 31
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 29 bíla og verkfæri af elztu og nýjustu gjörð. Þar sáum við mann vera að þreskja korn með “floil” — og því næst “Combine” mjög fullkomið og verðmætt verkfæri. Kona sat við rokkinn sinn á einum pallinum og önnur hafði bullu-strokk. Svo mætti lengi telja upp. En það sem ég hafði mest gaman af að sjá var “demókrat” með tveimur hvítum hestum fyrir — var það virkilega “surrey with the fringe around the top.” En Óli Arason átti demókratann og var hann uppfægður og hestarnir glansaði og hreinir með fínum aktygjum. Og í kerrunni voru hjónin Skapti Arason sonur Mr. og Mrs. O. S. Arason, og kona hans Edith og 3 börn þeirra— og Freddie Ingaldson dóttursonur Mr. og Mrs. O. S. Arason. Tóku þau sig vel út, klædd í gamaldags búninga — og Skapti með skegg. Ég mundi vel eftir þessum demókrat þegar hann var keyptur, þá kom Ara- son’s-fjölskyldan keyrandi til kirkju, því þá voru ekki bílarnir. Og nú keyrði Arason’s-fjölskyldan þarna í skrúðgöngunni — en nú var það sonarsonur Skapta heitins og nafni, sem keyrði, og býr hann á bújörð afa síns. Annað þótti mér líka fallegt, en það var pallur og á honum miðjum sat íslenzk „Fjallkona“ í skaut- búning og við hlið hennar tvær ungar íslenzkar konur í peysu- fötum og upphlut. En þetta voru tvær dætur Fred Frederikssonar og tengdadóttir, en hann er kaupmaður í Glenboro, og var að aug- lýsa verzlun sína. Þegar skrúðgangan kom að enda, þá komu fínir bílar og í þeim sátu heiðursgestir hátíðarinnar — “pioneers” — sem höfðu komið í bygðina á fyrstu árunum. Og þegar fólkið hafði safnast saman úti í sýningargarðinum var samkoman sett, og ótal ræður haldnar. Próf Tryggvi J. Oleson, sem er fæddur og uppalinn í Glenboro, flutti aðalræðuna, og þótti mér það mjög ánægjulegt. Um kvöldið var höfð veizla fyrir heiðursgesti. Og Laugardaginn 2. júlí var dagurinn helgaður íþróttum — boltasamkepni o. s. frv. Qm kvöldið var prógrams-samkoma. Ásunnudaginn 3. júlí var guðsþjónusta úti undir beru lofti. Þar töluðu 4 prestar: Séra Jóhann Fredriksson, séra K. K. Ólafsson, sem þjónaði Argyle prestakalli í 5 ár, 1925 til 1930, séra Ross Stewart og séra Fred Douglas. Vel æfður flokkur söng. Fjöldi fólks var viðstaddur og var stundin hátíðleg. Og með því var afmælishátíð þessari lokið í Glenboro. En þetta sama kvöld kl. 8 var messað í Grundarkirkju og voru það íslenzku söfnuðirnir 4 sem þar mættu, og var vel sótt. Þetta kvöld var ég stödd á gamla heimilinu mínu, þar sem Kristján bróðir minn býr, og var þá gestkvæmt þar sem oftar. Helgi bróðir minn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.