Árdís - 01.01.1955, Side 35
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
33
Á hinu núverandi heimili Johnson’s fjölskyldunnar hefur
Sigurbjörg dvalið og haft hússtjórn yfir sextíu ár. Dvelur hún þar
nú með þremur börnum sínum. Þeir sem aldrei hafa heimsótt þessa
fjölskyldu á litla fagra heimilinu þeirra á McLean Ave., Selkirk,
hafa farið mikils á mis. Þangað er gott að koma; samúðin, kærleik-
urinn og samvinnan svo eftirtektarverð og fögur; allir eru þar
ávalt jafn glaðir og alúðlegir. Þar geta gestir setið í næði og rætt
við Sigurbjörgu og börn hennar um áhugamál sín, hvort sem þau
snerta alheimsmál, bæjarmál, eða áhugamál lúterska safnaðarins í
Selkirk eða kvenfélagsins. Þar getur maður kynst nýjustu bókum
frá íslandi, sem frændfólkið á íslandi sendir í tugatali. Þar er gott
að sitja í ró og næði og tala við Sigurbjörgu og Nönnu dóttur
hennar um ýms efni, sem hreyfa hin djúpu vötn sálarlífsins.
Heimsóknin er aldrei talin fullnægjandi af húsmóðurinni nema
maður endi með því að þiggja góðgerðir veittar af íslenzkri gest-
risni. Og þegar haldið er heim er gesturinn sér meðvitandi um
nýjan styrk og nýtt hugrekki eftir samverustundina.
Eins og áður er getið er starfsdagur Sigurbjargar í Selkirk
yfir sextíu ár, enda hefur hún látið mikið gott af sér leiða. Hún
hefur verið ein af hinum trúföstu meðlimum Selkirk-safnaðar og
hins eldra kvenfélags; starfað þar meðan heilsa leyfði og borið
starfið á bænarörmum til Guðs. Hún hefur reynt þá sælu að
hlynna að minsta bróðurnum og rétta hjálparhönd í kyrþey án
auglýsinga þeim sem bágt áttu. Hún hefur séð hinar miklu
breytingar sem sextíu ár hafa í för með sér á hinu sama svæði:
samferðafólkið sem fyrst myndaði fylkinguna horfið, önnur kyn-
slóðin komin á efri ár og afkomendur þeirra, uppvaxandi, að taka
við starfi. Sigurbjörg er sami skilningsríki vinurinn þeirra allra.
Hinir mörgu vinir votta Sigurbjörgu einlæga virðingu á þessum
tímamótum og óska henni blessunar guðs, er hún byrjar tíunda
tuginn, einlægar blessunaróskir þeirra ná einnig til barna hennar.
Þar sem sálarkraftarnir eru styrkir og samstiltir og trúartraustið
óbifanlegt kemst engin dimma inn í hugarins heima. Þar mun
ávalt verða bjart, friðarríkt og fagurt.
„Meðan þú átt þjóðin góða
þvílíkt kvenna-blóm,
áttu sigur, gull og gróða
Guð og kristindóm.“
Ingibjörg J. ólafsson