Árdís - 01.01.1955, Page 35

Árdís - 01.01.1955, Page 35
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 33 Á hinu núverandi heimili Johnson’s fjölskyldunnar hefur Sigurbjörg dvalið og haft hússtjórn yfir sextíu ár. Dvelur hún þar nú með þremur börnum sínum. Þeir sem aldrei hafa heimsótt þessa fjölskyldu á litla fagra heimilinu þeirra á McLean Ave., Selkirk, hafa farið mikils á mis. Þangað er gott að koma; samúðin, kærleik- urinn og samvinnan svo eftirtektarverð og fögur; allir eru þar ávalt jafn glaðir og alúðlegir. Þar geta gestir setið í næði og rætt við Sigurbjörgu og börn hennar um áhugamál sín, hvort sem þau snerta alheimsmál, bæjarmál, eða áhugamál lúterska safnaðarins í Selkirk eða kvenfélagsins. Þar getur maður kynst nýjustu bókum frá íslandi, sem frændfólkið á íslandi sendir í tugatali. Þar er gott að sitja í ró og næði og tala við Sigurbjörgu og Nönnu dóttur hennar um ýms efni, sem hreyfa hin djúpu vötn sálarlífsins. Heimsóknin er aldrei talin fullnægjandi af húsmóðurinni nema maður endi með því að þiggja góðgerðir veittar af íslenzkri gest- risni. Og þegar haldið er heim er gesturinn sér meðvitandi um nýjan styrk og nýtt hugrekki eftir samverustundina. Eins og áður er getið er starfsdagur Sigurbjargar í Selkirk yfir sextíu ár, enda hefur hún látið mikið gott af sér leiða. Hún hefur verið ein af hinum trúföstu meðlimum Selkirk-safnaðar og hins eldra kvenfélags; starfað þar meðan heilsa leyfði og borið starfið á bænarörmum til Guðs. Hún hefur reynt þá sælu að hlynna að minsta bróðurnum og rétta hjálparhönd í kyrþey án auglýsinga þeim sem bágt áttu. Hún hefur séð hinar miklu breytingar sem sextíu ár hafa í för með sér á hinu sama svæði: samferðafólkið sem fyrst myndaði fylkinguna horfið, önnur kyn- slóðin komin á efri ár og afkomendur þeirra, uppvaxandi, að taka við starfi. Sigurbjörg er sami skilningsríki vinurinn þeirra allra. Hinir mörgu vinir votta Sigurbjörgu einlæga virðingu á þessum tímamótum og óska henni blessunar guðs, er hún byrjar tíunda tuginn, einlægar blessunaróskir þeirra ná einnig til barna hennar. Þar sem sálarkraftarnir eru styrkir og samstiltir og trúartraustið óbifanlegt kemst engin dimma inn í hugarins heima. Þar mun ávalt verða bjart, friðarríkt og fagurt. „Meðan þú átt þjóðin góða þvílíkt kvenna-blóm, áttu sigur, gull og gróða Guð og kristindóm.“ Ingibjörg J. ólafsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.