Árdís - 01.01.1955, Side 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
27
Minningar um Argyle
(1880—1955)
Eftir GUÐLAUGU JÖHANNBSSON
Eins og kunnugt er, hélt Bandalag lúterskra kvenna sitt árlega
þing í Argyle fyrstu dagana í júní. Voru það kvenfélögin fjögur í
Algyleprestakalli, sem buðu þinginu til sín. í Argyle eru fjórir
íslenzkir söfnuðir Baldur, Glenboro, „Fríkirkja“ að Brú og „Frelsis-
söfnuður“ að Grund. Séra Jóhann Fredriksson þjónar prestakallinu,
og eiga þessir söfnuðir allir fallegar kirkjur, þar sem messað er.
Þingið hélt fundi sína í kirkjunum á Baldur og í Glenboro. Við-
tökurnar voru yndislegar og þingið skemtilegt. Á sunnudaginn var
sameinleg guðsþjónusta fyrir alla söfnuðina, erindreka þingsins og
gesti. Þá var veðrið gott, sólskin og heiður himinn, og bygðin fögur
í sumarskrúða, og viltar rósir útsprungnar á veginum frá Grund
til Baldur. Fóru því erindrekar og gestir heim til sín með ljúfar og
ánægjulegar minningar. En það er ekki tilgangur minn að segja
þingfréttir, heldur vil ég minnast á 75 ára afmælishátíðina, sem
haldin var í Glenboro dagana 1., 2. og 3. júlí, réttum mánuði seinna
en þingið; og vil ég svo rifja upp lítið eitt af því, sem gjörðist
fyrir löngu síðan.
Það var í ágústmánuði 1880 að tveir menn lögðu af stað fót-
gangandi frá Emerson, Man., og voru þeir að leita sér að landi, þar
sem þeir gætu setzt að, byggt sér hús og heimili, og búið þar með
konum sínum og börnum. Og er þeir voru komnir rúmar hundrað
mílur í suðvestur frá Winnipeg, komu þeir seinni part dags upp á
hæð nokkura, og þar stönzuðu þeir. Útsýnið, sem mætti augunum,
heillaði þá — og þeir sögðu hver við annan: „hingað og ekki lengra“;
hér vildu þeir dvelja! Þeir sáu stóra tjörn og í henni var skógi
vaxin hólmi eða tangi, og skógivaxnir hólar eða hæðir voru á allar
hliðar. — Þetta vissulega minnti á ísland! Menn þessir voru þeir
Sigurður Kristófersson frá Ytri-Neslöndum við Mývatn og Kristján
Jónsson frá Héðinshöfða á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu. Og þegar ég
kom í Mývatnssveitina sumarið 1930 — gat ég vel skilið hvernig
að tjörnin og hæðirnar hefðu minnt Sigurð á sveitina sína kæru.
Og á þessum stað, sem þeir höfðu stanzað, tók Kristján Jónsson sér