Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 29

Árdís - 01.01.1955, Blaðsíða 29
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 27 Minningar um Argyle (1880—1955) Eftir GUÐLAUGU JÖHANNBSSON Eins og kunnugt er, hélt Bandalag lúterskra kvenna sitt árlega þing í Argyle fyrstu dagana í júní. Voru það kvenfélögin fjögur í Algyleprestakalli, sem buðu þinginu til sín. í Argyle eru fjórir íslenzkir söfnuðir Baldur, Glenboro, „Fríkirkja“ að Brú og „Frelsis- söfnuður“ að Grund. Séra Jóhann Fredriksson þjónar prestakallinu, og eiga þessir söfnuðir allir fallegar kirkjur, þar sem messað er. Þingið hélt fundi sína í kirkjunum á Baldur og í Glenboro. Við- tökurnar voru yndislegar og þingið skemtilegt. Á sunnudaginn var sameinleg guðsþjónusta fyrir alla söfnuðina, erindreka þingsins og gesti. Þá var veðrið gott, sólskin og heiður himinn, og bygðin fögur í sumarskrúða, og viltar rósir útsprungnar á veginum frá Grund til Baldur. Fóru því erindrekar og gestir heim til sín með ljúfar og ánægjulegar minningar. En það er ekki tilgangur minn að segja þingfréttir, heldur vil ég minnast á 75 ára afmælishátíðina, sem haldin var í Glenboro dagana 1., 2. og 3. júlí, réttum mánuði seinna en þingið; og vil ég svo rifja upp lítið eitt af því, sem gjörðist fyrir löngu síðan. Það var í ágústmánuði 1880 að tveir menn lögðu af stað fót- gangandi frá Emerson, Man., og voru þeir að leita sér að landi, þar sem þeir gætu setzt að, byggt sér hús og heimili, og búið þar með konum sínum og börnum. Og er þeir voru komnir rúmar hundrað mílur í suðvestur frá Winnipeg, komu þeir seinni part dags upp á hæð nokkura, og þar stönzuðu þeir. Útsýnið, sem mætti augunum, heillaði þá — og þeir sögðu hver við annan: „hingað og ekki lengra“; hér vildu þeir dvelja! Þeir sáu stóra tjörn og í henni var skógi vaxin hólmi eða tangi, og skógivaxnir hólar eða hæðir voru á allar hliðar. — Þetta vissulega minnti á ísland! Menn þessir voru þeir Sigurður Kristófersson frá Ytri-Neslöndum við Mývatn og Kristján Jónsson frá Héðinshöfða á Tjörnesi í Þingeyjarsýslu. Og þegar ég kom í Mývatnssveitina sumarið 1930 — gat ég vel skilið hvernig að tjörnin og hæðirnar hefðu minnt Sigurð á sveitina sína kæru. Og á þessum stað, sem þeir höfðu stanzað, tók Kristján Jónsson sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.