Árdís - 01.01.1955, Side 49
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
47
Minni Kvenfélagsins Freyja
Eftir KRISTÍNU SKÚLASON
Flutt á sextugasta afmœli félagsins, 30. ágúst 1955
Forseti, kæru félagssystur og gestir:
Þegar það kom til tals að halda upp á sextíu ára afmæli Kven-
félagsins Freyju, þá var mér úthlutað það vandasama verk að tala
fyrir minni þess. Aðalástæðan fyrir þessu vali var sú, að ég var
fjarverandi, en hin var sú, að ég var sú eina af dætrum stofnkvenna,
sem nú tilheyrir félaginu. Ég held jafnvel að hefði ég verið á fundi
þann dag og getað borið hönd fyrir höfuð mér, þá hefði mér tekizt
að slengja vandanum á einhverja aðra mér miklu færari.
Máske ef fyrstu gjörðabækur félagsins væru við hendina þá
væri hægt að lesa í eyðurnar, en það vill svo 'óheppilega til, að þær
munu vera glataðar og er það mikill skaði, því það er óábyggilegt
að treysta á minnið. Að reyna að finna úr innstu fylgsnum hugans
nöfn og viðburði, er maður hefur einhvern tíman heyrt um, er
afar hættulegt. Maður man eitt en gleymir öðru sem getur verið
eins merkilegt, jafnvel merkilegra. Oft heyrði ég mömmu og Ólínu
frá Hálandi tala um fyrstu kvenfélagsfundina. Oft flaug mér í hug,
að þessi þráður úr landnámssögu Geysis-bygðar mætti ómögulega
„falla í gleymsku og dá,“ en svo náði það ekki lengra.
Ég fór að reyna að leita mér fróðleiks í þriðja bindi af „Sögu
Vestur-íslendinga“ eftir Þ. Þ. Þ., en þar var ekki um „auðugan
garð að gresja“. Þar er lítið talað um kvenþjóðina og ekki minst á
kvenfélög frekar en þau væri engin til. En í þessu bindi, sjötta þætti,
sem er tileinkaður Nýja-íslandi, er þessi grein: — „Leifur III. 9.,
birtist fréttabréf, skrifað 4. júlí 1885, er frá því skýrir, að bygðin sé
að færast upp með íslendingafljóti. Voru þá þrír menn fluttir upp
fyrir Fögruvelli.“ Hér endar greinin. Ekki er þess heldur getið
hverjir þessir fjórir voru. í þessum þætti nefnir höfundurinn aðeins
fjórar fjölskyldur, sem numið höfðu land, og það í norðurparti
Geysis-bygðar árið 1883. Aðallandnám bygðarinnar var frá 1885 til
1891. Á því tímabili fluttu inn um seytján búendur (S. V. í.).