Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 40
38
ÁRDÍ S
vægðarlaust. Út á þetta ólgandi haf átti nú að leggja, og agndofa
stóð hópurinn litli og starði út í óvissuna.
Skipið sem sigla átti, lá við akkeri skammt frá ströndinni, og
gaf nú frá sér hvelt og skerandi óp, sem tilkynnti að tími væri
kominn til að fara um borð. Smá vélknúðir bátar voru notaðir
til að flytja fólk og farangur út á skipið. Upp í þessa ruggandi
dalla var svo fjölskyldunni hrúgað og svo ýtt frá landi, út í myrkrið
og kuldann, móti bylgjunum háu, sem léku sér að því að hossa
þessu litla farartæki. Fyrir þá sem aldrei höfðu á sjó komið var
þetta ferðalag ægilegt og ógleymanlegt, en eins og allt illt tók það
loks enda, og mun skárra var þó að stíga á skipsfjöl.
Skipið var gamalt strandferðaskip. Siglt var inn í hvern fjörð,
og alltaf var vont í sjó. Skipverjar stóðu þögulir og hugsandi er smá
bátarnir komu með farþega og farangur frá landi. Það var eins og
allir stæðu á öndinni, er báturinn hvarf ofan í djúpið, en svo kom
fegins andvarp er honum skaut upp aftur á yfirborðinu.
Er siglt var fyrir Vestfirði, varð eitthvað að vél skipsins,
skipið fór að hægja á sér, og stöðvaðist svo alveg. Það kom ókyrð
í farþega, og söfnuðust þeir saman í smá hópa, fóru að segja ótal
sögur af skipum sem farist höfðu, og ein Madaman mundi allt í
einu eftir því, að góð spákona hafði spáð hér um daginn, að þetta
mundi nú verða síðasta ferð gamla skipsins. Börnin hlustuðu
hljóð á allar sögurnar, og fóru svo að ræða sín á milli hvernig
það mundi vera að drukkna. Þar sem ómögulegt var að hugsa
sér slíka fjarstæðu. sofnuðu þau bara, og þegar morgnaði var skipið
á hraðri ferð til áfangastaðarins, en fullorðna fólkið svaf víst lítið
þessa nótt.
Eftir tíu daga sjóvolk var loksins stígið á land í höfuðborg-
inni. Margt nýstárlegt bar þar fyrir augu. Gistihúsið var prýði-
iegt, en ekki hentugt, því hvergi mátti helzt drepa niður fingri,
svo ekki væri komin kerlingarskrukka mikil til að segja að ekki
mætti snerta á þessu eða hinu, var því bezt fyrir börnin að minnsta
kosti, að vera sem mest úti. Ekki var það nein refsing, iþví allstaðar
voru búðargluggarnir, fullir af glysi og glingri, og þó ekki væru
neinir aurar til að kaupa fyrir, var endurminningin um að hafa séð
alla þessa dýrð svo dýrmæt, að seinna var mörgum stundum eitt
í að lifa það allt upp aftur.
Vika leið, og svo kom skipið sem sigla átti til Ameríku, og nú