Árdís - 01.01.1963, Blaðsíða 41
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna
39
fóru allir að búast til ferðar. Það sem fram að þessu hafði verið
nokkurskonar skemmtiferð, varð nú að bláköldum veruleik, því í
dag var verið að kveðja ættjörðina kæru í síðasta sinn. Allir stóðu
upp á þilfari þar til landið hvarf sjónum, en nú var ekki hægt að
snúa aftur, og enginn vissi hvað framundan var.
Ferðin var frekar ömurleg, margir fjarska sjóveikir, og aðbúð
heldur léleg, en samt voru margar gleðistundir á þessari löngu
í'erð. Veður var kalt og hrissingslegt flesta daga. í þrjú dægur var
þokan svo þykk að aðeins sást fáa faðma framundan, og skipið
rétt skreið áfram. Á þessum slóðum hafði Titanic sokkið nokkrum
árum áður, og voru allir sem vit höfðu á hlutunum, alvarlegir og
hvíðandi, en þokunni létti um síðir, sólin skein, og allir komust í
hátíðaskap.
Siglt var í höfn í New York eftir fimmtán sólarhringa. Það
var unaðslegt að sigla inn höfnina. Dýrð sólarlagsins speglaðist
í lygnum sjónum, og byggingarnar blöstu við himinháar og tignar-
legar. Ströndin sýndist öll einn skipafloti, og „Gyðja Frelsisins“,
stóð þar í allri sinni hátign og prýði, og virtist leggja blessun sína
yfir allt og alla.
Fyrir þá sem búið hafa norður við heimskaut, var erfitt að átta
sig á öllu sem fyrir augun bar. Þetta var nú fyrsta kynningin af
Ameríku, þessu góssins landi, og fagurt var allt á að líta.
Skammvinn var þessi sæluvíma, sem komið hafði yfir fjöl-
skylduna við að sjá alla þessa dýrð, því eftir skamma stund komu
yfirvöldin, talandi tungum sem engin skildi. Túlkurinn útskýrði
strax, að ekki væri allt með feldu. Engir peningar höfðu verið
símaðir til New York, og var það nauðsynlegt til að ábyrgjast
að þetta hyski kæmist út úr landinu og til Kanada. Þótti því
heppilegast að senda það út á eyju eina, sem notuð er til að hýsa
slíkan lýð. Hópurinn átti vin, sem faðirinn hafði beðið að líta til
með fjölskyldunni á leiðinni, og bauðst hann til að ganga í ábyrgð
fyrir þetta fólk, og fékk það leyfi til að fara í land og bíða þar
eftir peningunum. Farið var inn í borgina og innritast á Norskt
gistihús, því mæðgurnar voru vel færar í Norsku.
Ekki voru þetta neinir sælu dagar. Hitinn ægilegur, og fatn-
aðurinn hreint ekki ætlaður fyrir annan eins hita. Hitinn var þó
ekki það versta, heldur áhyggjurnar yfir því að peningarnir yrðu
ekki komnir í tæka tíð, og að fjölskyldan, mállaus og öllu